Innlent

Eldur logaði í strætóskýli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldur logaði í strætóskýli í Hólahverfinu í kvöld. Mynd/ Anton.
Eldur logaði í strætóskýli í Hólahverfinu í kvöld. Mynd/ Anton.
Eldur logaði í strætóskýli á móts við leikskólann Hólaborg um hálfátta í kvöld. Slökkviliðið var kallað til en vegfarandi hafði slökkt eldinn áður en slökkviliðsmenn komust á staðinn.

Þá logaði eldur í sinu við bensínstöð Orku hjá Kringlunni laust eftir klukkan sjö í kvöld. Öryggisvörður hjá Kringlunni slökkti þann eld áður en slökkviliðið kom á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×