Innlent

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða 63 milljónir

Sjúkratryggingar endurgreiða 63 milljónir. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Sjúkratryggingar endurgreiða 63 milljónir. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Um 15.000 sjúkratryggðum einstaklingum hafa verið endurgreiddar 63 milljónir króna af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) vegna afsláttar sem ekki var hægt að borga út þegar heilbrigðisþjónusta var veitt á síðasta ári samkvæmt tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands.

Þar segir að það sé Hægt að nálgast greiðsluskjöl í Réttindagátt og senda bankareikning vegna endurgreiðslu á heimasíðu stofnunarinnar, sjukra.is.

Um þessar mundir eru Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að endurgreiða sjúkratryggðum einstaklingum kostnað vegna heilbrigðisþjónustu í uppgjöri fyrir árið 2009. Þessar endurgreiðslur nema í heild 63 milljónum króna og njóta um 15.000 einstaklingar góðs af.

Upphæðirnar eru misháar en meðalgreiðsla á hvern einstakling er um 4.000 kr.

Þetta er í þriðja sinn sem kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu er endurgreiddur á grundvelli rafræns greiðsluuppgjörs við sjálfstætt starfandi sérfræðinga og Landspítala segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×