Ingvar og Breki hnýttu bestu flugurnar 9. apríl 2010 09:54 Á myndinni eru (frá vinstri) Árni Þór Sigurðsson - Ingvar Ingvarsson - Breki Sigurjónsson - Sigmundur Bragi Gústafsson MYND/Hreinn Magnússon. Ingvar Ingvarsson og Breki Sigurjónsson báru sigur úr bítum í silungafluguhnýtingakeppni sem Krabbameinsfélag Íslands efndi til í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið. Keppt var í tveimur flokkum, almennum flokki og unglingaflokki, og voru glæsileg verðlaun í boði fyrir þær flugur sem hrepptu þrjú efstu sætin að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. „Við erum ánægðir með hvernig til tókst því áhuginn reyndist vera gríðarlegur og fjölmargar „girnilegar" flugur bárust í keppnina. Þess má geta að vinningsflugurnar úr keppninni verða nú settar í framleiðslu og seldar hér í Veiðihorninu til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands," segir Ólafur Vigfússon, veiðimaður og framkvæmdastjóri Veiðihornsins. Haraldur Eiríksson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur tekur undir þetta og bætir við að sérstaklega hafi verið ánægjulegt að sjá góða þátttöku í unglingaflokki. „Þetta framtak Krabbameinsfélagsins er vel til fundið og rétt að beina því til stangaveiðimanna að gefa vinningsflugunum góðan gaum." „Nú er rétti tíminn fyrir veiðimenn til að fara yfir fluguboxin og mjög skynsamlegt væri að kaupa vinningsflugurnar og láta gott af sér leiða um leið," segir Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu. „Silungsvertíðin er rétt handan við hornið með auknum hita í kortunum, en um leið og hitinn hækkar eykst fæðuframboðið i vötnunum og þá fer fiskurinn af stað." „Ætli ég hafi ekki byrjað að hnýta í kringum 1974-5 og hef alltaf gaman af," segir Ingvar Ingvarsson sem vann fyrstu verðlaun í almenna flokknum. „Konan mín greindist með brjóstakrabbamein árið 2005 og hefur náð fullum bata, þannig að maður ber hlýjan hug til Krabbameinsfélagsins. Ég fékk náttúrulega hvatningu frá konunni og hún fann líka upp nafnið enda mjög hugmyndarík - Búbbi!" Sigurvegararnir í unglingaflokknum eru bara tveir því Sigmundur Bragi Gústafsson vann bæði 2. og 3. verðlaun en Breki Sigurjónsson hneppti fyrsta sætið og var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég hef haft áhuga á þessu í fimm ár," segir Breki sem er 14 ára gamall. „Ég man ekki alveg hvernig þetta byrjaði, ég fór í eina veiðiferð og fannst það bara gaman." Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í hnýtingakeppni en hann hyggst prófa vinningsfluguna í sumar. Sigmundur Bragi hlaut bæði 2. og 3. verðlaun en hann er 13 ára gamall og iðinn við hnýtingarnar. „Ég er búinn að vera eitt ár í þessu, ég sá pabba minn gera þetta og vildi fá að prófa," segir Sigmundur og bætir við að flugurnar hafi nýst mjög vel. „Þetta er í annað sinn sem við höldum þessa keppni og kom þátttakan okkur skemmtilega á óvart því alls bárust yfir 220 flugur," segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands og áhugamaður um veiði. „Stangveiðimenn eru öflugur hópur og viljum við skila þökkum til allra sem tóku þátt í keppninni og óskum sigurvegurunum til hamingju." Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ingvar Ingvarsson og Breki Sigurjónsson báru sigur úr bítum í silungafluguhnýtingakeppni sem Krabbameinsfélag Íslands efndi til í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Veiðihornið og Veiðikortið. Keppt var í tveimur flokkum, almennum flokki og unglingaflokki, og voru glæsileg verðlaun í boði fyrir þær flugur sem hrepptu þrjú efstu sætin að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. „Við erum ánægðir með hvernig til tókst því áhuginn reyndist vera gríðarlegur og fjölmargar „girnilegar" flugur bárust í keppnina. Þess má geta að vinningsflugurnar úr keppninni verða nú settar í framleiðslu og seldar hér í Veiðihorninu til stuðnings Krabbameinsfélagi Íslands," segir Ólafur Vigfússon, veiðimaður og framkvæmdastjóri Veiðihornsins. Haraldur Eiríksson hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur tekur undir þetta og bætir við að sérstaklega hafi verið ánægjulegt að sjá góða þátttöku í unglingaflokki. „Þetta framtak Krabbameinsfélagsins er vel til fundið og rétt að beina því til stangaveiðimanna að gefa vinningsflugunum góðan gaum." „Nú er rétti tíminn fyrir veiðimenn til að fara yfir fluguboxin og mjög skynsamlegt væri að kaupa vinningsflugurnar og láta gott af sér leiða um leið," segir Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu. „Silungsvertíðin er rétt handan við hornið með auknum hita í kortunum, en um leið og hitinn hækkar eykst fæðuframboðið i vötnunum og þá fer fiskurinn af stað." „Ætli ég hafi ekki byrjað að hnýta í kringum 1974-5 og hef alltaf gaman af," segir Ingvar Ingvarsson sem vann fyrstu verðlaun í almenna flokknum. „Konan mín greindist með brjóstakrabbamein árið 2005 og hefur náð fullum bata, þannig að maður ber hlýjan hug til Krabbameinsfélagsins. Ég fékk náttúrulega hvatningu frá konunni og hún fann líka upp nafnið enda mjög hugmyndarík - Búbbi!" Sigurvegararnir í unglingaflokknum eru bara tveir því Sigmundur Bragi Gústafsson vann bæði 2. og 3. verðlaun en Breki Sigurjónsson hneppti fyrsta sætið og var að vonum ánægður með sigurinn. „Ég hef haft áhuga á þessu í fimm ár," segir Breki sem er 14 ára gamall. „Ég man ekki alveg hvernig þetta byrjaði, ég fór í eina veiðiferð og fannst það bara gaman." Þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í hnýtingakeppni en hann hyggst prófa vinningsfluguna í sumar. Sigmundur Bragi hlaut bæði 2. og 3. verðlaun en hann er 13 ára gamall og iðinn við hnýtingarnar. „Ég er búinn að vera eitt ár í þessu, ég sá pabba minn gera þetta og vildi fá að prófa," segir Sigmundur og bætir við að flugurnar hafi nýst mjög vel. „Þetta er í annað sinn sem við höldum þessa keppni og kom þátttakan okkur skemmtilega á óvart því alls bárust yfir 220 flugur," segir Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands og áhugamaður um veiði. „Stangveiðimenn eru öflugur hópur og viljum við skila þökkum til allra sem tóku þátt í keppninni og óskum sigurvegurunum til hamingju."
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira