Innlent

Steingrímur Ari: Áminning Álfheiðar stangast á við lög

Steingrímur Ari Arason og Álfheiður Ingadóttir.
Steingrímur Ari Arason og Álfheiður Ingadóttir.
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að fyrirhuguð áminning heilbrigðisráðherra styðjist hvorki við lög né málefnaleg sjónarmið.

Á miðvikudaginn fyrir viku sendi Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Steingrími Ara bréf þar sem hún tilkynnti honum að hún hyggðist áminna hann fyrir meint brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna. Málið snýst um reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna tannréttinga og tannviðgerða hjá fólki með fæðingargalla og framkvæmd hennar.

Steingrímur Ari hefur sent Álfheiði ítarlegt bréf þar sem hann andmælir fyrirhugaðri áminningu. „Af umfjöllun minni um málefnaleg sjónarmið má ráða að ekki einasta byggir fyrirhuguð áminning ekki á málefnalegum sjónarmiðum heldur er hún til þess fallin að ganga gegn markmiðum starfsmannalaga og brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti mínum til tjáningar," segir Steingrímur meðal annars í bréfinu.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, hefur gagnrýnt ákvörðun Álfheiður. Að hans mati er með öllu ólíðandi ef stjórnendur ríkisstofnana geta átt á hættu að vera sakaðir um að hafa brotið gegn góðum starfsháttum og hollustu og trúnaðarskyldum sínum með því einu að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um fjárreiðutengd málefni.


Tengdar fréttir

Segir reglugerðina vera fordæmalausa

„Hér með tilkynnist þér að ráðgert er að áminna þig fyrir brot á almennum starfskyldum ríkisstarfsmanna…“ Þannig hefst bréf sem Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra sendi Steingrími Ara Arasyni, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í síðustu viku. Ástæðan er erindi Steingríms til Ríkisendurskoðunar, án vitundar ráðherrans.

Ráðherra áminnir forstjóra Sjúkratrygginga

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að áminna Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisisins. Forsaga málsins er sú að Steingrímur leitaði til ríkisendurskoðanda í kjölfar þess að ráðherra setti reglugerð um þáttöku sjúkratrygginga í tannlækninga- og tannréttingakostnaði.

Ríkisendurskoðandi: Bréf Álfheiðar ólíðandi

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segir með öllu ólíðandi að stjórnendur ríkisstofnanna geti átt á hættu að vera sakaðir um að hafa brotið gegn góðum starfsháttum og hollustu- og trúnaðarskyldum sínum með því einu að leita ráða hjá Ríkisendurskoðun um fjárreiðutengd málefni. Þar vísar Sveinn til bréfs sem Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sendi Steingrími Ara Arasyni forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna.

Álfheiður: Bréf Ríkisendurskoðenda byggt á misskilningi

Ríkisendurskoðandi segir með öllu ólíðandi að stjórnendur ríkisstofnana geti átt á hættu að vera sakaðir um að brjóta gegn góðum starfsháttum og hollustu og trúnaðarskyldum, leiti þeir ráða hjá Ríkisendurskoðun. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð heilbrigðisráðherra sem hefur tilkynnt að hann muni áminna forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir bréfið byggt á misskilningi.

Tjá sig ekki um mál Steingríms Ara

Heilbrigðisráðuneytið og Álfheiður Ingadóttir ráðherra ætla ekki að tjá sig um mál Steingríms Ara Arasona forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en Steingrímur skýrði frá því fyrr í dag að ráðherra ætli að áminna hann. „Heilbrigðisráðuneytið mun ekki tjá sig frekar um samskipti við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands í þessu máli á vettvangi fjölmiðla,“ segir í tilkynningu. Þá er bent á að Steingrímur hafi lögformlegan andmælarétt til 13. apríl næstkomandi og er málið nú í þeim farvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×