Fleiri fréttir

Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs

Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun.

Flugvélin lent í Keflavík

Flugvél frá American Airlines lenti á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir klukkan tvö. Hættustigi var lýst yfir á flugvellinum vegna vélarinnar en fréttir bárust á því að farþegar í vélinni hefðu fundið fyrir eiturgufum og væru ringlaðir vegna þeirra. Átta sjúkrabílar voru sendir frá höfuðborgarsvæðinu til Keflavíkurflugvallar. Þremur þeirra var snúið við en fimm þeirra bíða nú frekari fyrirmæla um hvað gera skuli.

Gagnrýndu dagskrá Alþingis

Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýndu dagskrá Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Eitt mál var á dagskrá, umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel.

Átta sjúkrabifreiðar á leið til Keflavíkur

Átta sjúkrabifreiðar eru á leið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins suður til Keflavíkurflugvallar vegna hættustigs sem hefur verið lýst yfir þar vegna flugvélar sem gert er ráð fyrir að lendi þar korter í tvö.

Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna flugvélar

Hættustig er nú á Keflavíkurflugvelli vegna vélar sem er að lenda þar, samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um málið en við segjum betur frá málinu eftir því sem fréttir berast.

Viðskiptalífið var fótboltaleikur

Innri endurskoðandi Landsbankans lýsir í Rannsóknarskýrslunni bardaga bankamanna við Fjármálaeftirlitið sem einskonar fótboltaleik. Spila hafi átt stífan sóknarbolta og tækla án þess að vera dæmdur.

Landsbankinn kærir skemmdarverk til lögreglu

Blárri málningu var skvett á glugga útibús Landsbankans við Laugaveg 77 í gærkvöldi. Ekki hafa verið unnin fleiri skemmdarverk á útibúum bankans eftir að skýrsla Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í dag, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingafulltrúa Landsbankans.

Ekkert gos sást í hádeginu

Flugmaður sem flaug yfir eldstöðina á Fimmvörðuhálsi nú í hádeginu sá engin merki um að gos væri í gangi og ekki sást heldur lengur í neina kviku. Guðmundur Hilmarsson, flugstjóri hjá Cargolux, flaug yfir Fimmvörðuháls á Piper Super Cup, hægfleygri lítilli einshreyfilsvél. Eftir flugið lenti hann á flugvellinum við Múlakot í Fljótshlíð um hálfeittleytið og ræddi þá við fréttamann. Kvaðst Guðmundur ekki hafa séð að neitt gos væri í gangi. Hann hefði heldur ekki séð neitt hraunrennsli. Þá hefði hann horft oní gígana en hvergi séð í kviku og virtist allt vera storknað á yfirborði. Hann hefði aðeins séð gufustróka stíga upp á stöku stað. Þannig hefðu gufumekkir verið áberandi í Hrunagili þar sem vatn virtist renna undan hrauninu.

Þingmenn funduðu með rannsóknarnefndinni

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fundur þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í morgun hafi verið fróðlegur. Hann vill ekki gefa upp hvort að rætt hafi verið um sérstaklega um landsdóm á fundinum.

Skattrannsóknarstjóri fær aukin fjárframlög

Auknu fjármagni verður veitt til embættis Skattrannsóknarstjóra á næstunni. Embættinu verður því gert kleift að bæta tuttugu manns í þann hóp sem rannsakar meint skattalagabrot. Þetta var á meðal þess sem var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun en þau Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sátu fyrir svörum að fundi loknum.

Davíð hafnaði því að hafa hótað Tryggva

Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis.

Litla gula hænan sagði ekki ég

Enginn þeirra 147 einstaklinga sem kallaðir voru fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis taldi sig eiga sök á hruninu. Vísir skoðaði andmælabréf þeirra sjö aðila sem nefndin sakar um vanhæfi - hverjum kenna þeir um?

Magnús Tumi: Gosið að öllum líkindum búið

Flest bendir til að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi sé lokið, að minnsta kosti í bili. Síðdegis í gær var hætt að krauma í gígnum, sem enn var lifandi fyrr um daginn, og um svipað leyti hættu mælar að sýna minnstu merki um gosóróa.

Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna

Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna.

Fyrrverandi þingmaður vill í bæjarstjórn

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, skipar fjórða sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kjartan sat á þingi á árunum 2001 til 2003 og 2004 til 2009.

Segja styrki á SUS reikning eðlilegan

Sigríður Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegar skýringar liggja að baki tugmilljónastyrk sem lagður var inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna.

Þingnefnd fundar um rannsóknarskýrslu

Fundur þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að ákveða hvað gert verði með niðurstöður skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófst klukkan níu í morgun. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, of snemmt væri að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi.

SA styðja hugmyndir ráðherra í samgöngumálum

Samtök atvinnulífsins styðja hugmyndir samgönguráðherra um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Ráðherrann hefur rætt um þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. tvöföldun Vesturlandsvegar, tvöföldun Suðurlandsvegar auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og Vaðlaheiðargöng.

Veiðarfæri dregin yfir sæstrengi

Landhelgisgæslan hefur undanfarið lagt fram nokkrar kærur vegna þess að skip hafa verið staðin að þvi að draga veiðarfæri yfir fjarskiptastrengi í sjó.

Brotist inn á Framnesvegi

Brotist var inn í íbúðarhús við Framnesveg einhverntímann í gær og urðu húsráðendur þess varir þegar þeir komu heim um kvöldmatarleitið. Þjófarnir höfðu rótað mikið innanstokks, og höfðu þeir meðal annars fartölvu á brott með sér, auk ýmissa annarra verðmæta. Þeir eru ófundnir.

Kolmunnaveiðin komin í fullan gang

Kolmunnavertíðin er loksins að komast af stað og eru þrjú skip nú á heimleið með fullfermi. Aflann fengu þau Færeyja-megin við miðlínuna á milli Skotlands og Færeyja, en þar hafa íslensku skipin veiðiheimildir.

Slóst við löggur á slysó

Lögreglumaður meiddist þegar til snarpra átaka kom milli lögreglumanna og sjúklings á slysadeild Landsspítalans laust fyrir miðnætti. Maðurinn, sem réðst á lögreglumennina hafði veitt sér áverka í heimahúsi og var fluttur í sjúkrabíl á slysadeildina.

FME í fjársvelti og óx allt of hægt

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins óskaði ekki eftir auknum fjárveitingum og nýtti ekki þær valdheimildir sem eftirlitið bjó yfir í aðdraganda bankahrunsins, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Hann sýndi af sér vanrækslu að mati nefndar­innar. Eftirlitið treysti of mikið á gölluð álagspróf og lét hjá leggjast að gera lögreglu viðvart um lögbrot.

Pólitík réði frekar en fagmennska

Áherslur í einkavæðingu bankanna slógu tón fyrir eignarhald þeirra. Fjármálaráðherra taldi slæm áhrif á samfélagið vegna hækkunar íbúðalána ásættanlegan fórnarkostnað til að halda Sjálfstæðis- og Framsóknar­flokki við völdin.

Inngrip hefðu getað kostað málaferli

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir skýrsluna sýna að vöxtur bankanna hafi valdið hruninu. Ekki hafi verið hægt að bjarga þeim árið 2008.

Voru ekki vakandi fyrir hættumerkjum

Fjölmiðlar brugðust hlutverki sínu í aðdraganda bankahrunsins, er niðurstaða skýrslu vinnuhóps um siðferði og starfshætti. Langtum fleiri jákvæðar en neikvæðar fréttir birtust af fjármálafyrirtækjum á tímabilinu 2006 til 2008 og flestar byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum. Ekki fékkst staðfesting á áhrifum eigenda á umfjöllun fjölmiðla.

Fátt nýtt til ríkissaksóknara

rannsóknarskýrslan Endurskoðendur bankanna, peninga­markaðssjóðir þeirra, afskipti stjórnarmanna af einstökum viðskiptum, kaupréttarsamningar starfsmanna og umfangsmikil markaðsmisnotkun er meðal þess sem rannsóknarnefnd Alþingis telur að saksóknari eigi að taka til sérstakrar rannsóknar.

Feluleikir í Glitni

Stjórn Glitnis faldi 270 milljóna króna vanmetna launaskuldbindingu gagnvart Bjarna Ármannssyni í ársuppgjöri bankans árið 2008. Hafði stjórnin haft veður af því að Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, ætlaði að grennslast fyrir um þessa greiðslu og hugsanlega höfða skaðabótamál í kjölfar fundarins. Til að koma í veg fyrir að greiðslan yrði rædd á fundinum var hún færð yfir á næsta ár. Í tölvupósti sagði stjórnandi:

17 vændiskaupamál til saksóknara

Mál sautján meintra kaupenda vændis á vegum Catalinu Mikue Ncogo hafa verið send til ríkissaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort einhverjir þeirra eða allir verða ákærðir.

Alþingi og ríkisstjórn brugðust

"Ekki verður annað séð en að bæði Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til þess að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Ekki brugðist við mikilli hættu

Ekki var brugðist við ábendingum um að áhætta vegna lausafjárskorts og fjármögnun bankanna væri orðin of mikil vorið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna bankahrunsins.

Hörð gagnrýni á þjóðnýtingu Glitnis

Seðlabanki og ráðherrar brutu stjórnsýslulög, eigin verklagsreglur, óskráðar meginreglur og jafnvel stjórnarskrá þegar ákveðið var að bregðast við ósk Glitnis um lán til þrautavara með þjóðnýtingu. Seðlabankinn hafði ekki forsendur til að meta hvort sú leið sem hann gerði tillögu um væri forsvaranleg.

Skýrslan er úttekt en ekki dómur

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er einn þriggja stjórnmálamanna sem rannsóknarnefndin telur hafa sýnt af sér vanrækslu í starfi.

Hótuðu ofbeldi

Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö á skilorði, fyrir húsbrot, hótanir og rán. Félagi hans var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og sá þriðji var dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt. Þrír til sem ákærðir voru í málinu, voru sýknaðir.

Íkveikja á Litla Hrauni

Lögreglan á Selfossi rannsakar meinta íkveikja í fangaklefa á Litla-Hrauni í lok síðustu viku. Þar voru tveir menn saman í klefa þegar eldur kom þar upp. Fangaverðir náðu með snarræði að slökkva eldinn.

Samson átti endurfjármögnun vísa

Félög tengd eigendum Landsbankans áttu endurfjármögnun vísa í Peningabréfum ISK, en svo nefndist fjárfestingarsjóður Landsvaka sem aftur var í eigu Landsbankans. Þetta er meðal þess sem lesa má úr kafla rannsóknarnefndar Alþingis um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði.

Litu ekki á málið fyrr en 2007

Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins komst að því árið 2004 að hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt saman stórar lánveitingar bankanna til Baugs Group með réttum hætti. Hann lét stjórnendur Fjármálaeftirlitsins vita af niðurstöðum sínum.

SMS ISG: Gerdu svo Má ad Sedlabankastjora i stad DO

Í smáskilaboðum sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sendi Geir H. Haarde 2. október 2008, miðvikudaginn eftir þjóðnýtingu Glitnis, kemur fram að hún vildi að Már Guðmundsson yrði gerður að seðlabankastjóra í stað Davíðs Oddssonar. Ingibjörg var stödd í New York í læknismeðferð þegar hún sendi skilaboðin.

Geir: Við vorum gabbaðir

Ég sé mest eftir því að hafa verið aðili sem tók þátt í því að leyfa bönkunum að stækka svona mikið, sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.

Jónas Fr.: Ég skilaði betri stofnun en ég tók við

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) segist hafa skilað betri stofnun en hann tók við. Hann segir FME hafa verið alvarlega fjársvelt en stórbatnað í sinni stjórnartíð. Þetta kom fram í viðtali við Jónas á RÚV.

Óþekktur bankamaður varaði Davíð Oddsson við

Í skýrslu Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að um mitt sumar árið 2008 hefði leitað til hans maður, sem hann vildi ekki nafngreina, sem vann í einum af stóru bönkunum.

Rannsóknarnefndin sat fyrir svörum á Stöð 2

Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristján Már Unnarsson ræddi við þau Pál Hreinsson, Tryggva Gunnarsson og Sigríði Benediktsdóttur um efni skýrslunnar sem þau skiluðu af sér í dag.

Sjá næstu 50 fréttir