Fleiri fréttir Persóna Davíðs þvældist fyrir Heift, harðar deilur, tortryggni og eitrað andrúmsloft milli ráðherra Samfylkingar og Davíðs Oddssonar þvældist fyrir þegar seðlabankstjórinn Davíð upplýsti stjórnvöld um stöðu bankanna. Persóna hans og pólitísk fortíð hafði bein áhrif á neyðarviðbrögð stjórnvalda, að mati rannsóknarnefndinnar. 12.4.2010 19:15 Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. 12.4.2010 19:15 Enginn axlar ábyrgð Enginn af þeim sem sakaðir eru um að hafa gert mistök eða sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa gengist við ábyrgð. Um er ræða fjóra fyrrverandi ráðherra og átta embættismenn. Allir vísa þeir ásökunum á bug og telja að ábyrgðin liggi hjá öðrum en þeim sjálfum. 12.4.2010 18:45 Kaupþingsmenn: Höfðu ekki efni á lystisnekkju Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni. 12.4.2010 18:21 Of snemmt að segja hvort ráðherrarnir fari fyrir landsdóm Það er of snemmt að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. Þetta segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að 12.4.2010 17:27 Íslendingur týndur síðan í júní Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Herði Rafnssyni. Hörður er 64 ára, 178 cm. á hæð, 80 til 90 kg, gráhærður með skalla og grátt alskegg þegar síðast var vitað. 12.4.2010 16:57 Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. 12.4.2010 16:40 Einnig grunur um salmonellusmit hjá Ísfugli Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingum framleiddum af Ísfugli. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta gruninn. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð. Fyrr í dag barst samskonar tilkynning frá Matfugli. 12.4.2010 16:38 Í fyrsta sinn sem landsdómur yrði kallaður saman Ef landsdómur verður kallaður saman vegna þeirra niðurstaðna sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verður það í fyrsta sinn sem slikt gerist í sögu lýðveldisins, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. 12.4.2010 16:38 Sökin ekki hjá Fjármálaeftirlitinu „Meginatriðið er það að bankahrunið er á ábyrgð bankamanna sjálfra og þeim sem stjórnuðu þeim," segir Jón Magnússon lögmaður og faðir Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hann tjáir sig ekki um ábyrgð sonar síns. 12.4.2010 16:37 Það þarf að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum. 12.4.2010 16:34 Breytt viðbúnaðarstig vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi Ákveðið hefur verið að færa viðbúnað vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi niður um eitt háskastig. Viðbúnaður hefur verið á hæsta háskastigi, það er á neyðarstigi, en mun frá og með deginum í dag færast á svokallað hættustig. Þær takmarkanir á umferð sem áður hafa verið kynntar eru enn í fullu gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 12.4.2010 16:20 Birgitta: Landráð hafa verið framin hér á landi Framin hafa veirð landráð hérlendis, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á fundi Alþingis í dag. Hún sagði að það yrði að kalla hlutina réttum nöfnum. 12.4.2010 16:12 Forsetinn flaug á vegum allra helstu útrásavíkinganna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug ítrekað með útrásavíkingum en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snýr að siðferði og starfsháttum kemur fram að Ólafur Ragnar flaug með í flugvélum í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands. 12.4.2010 16:12 Jón Baldvin: Enginn axlar ábyrgð "Þessi skýrsla segir okkur fátt nýtt um okkar samfélag sem við vissum ekki fyrir," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spurður um fyrstu viðbrögð sín við rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 16:01 Formaður Framsóknarflokksins: Sveigðum of langt til hægri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að allir flokkar verði að líta í eigin barm þegar kemur að bankahruninu og að enginn flokkur hafi farið í eins afgerandi endurnýjun og Framsóknarflokkurinn hafi ráðist í. Þetta sagði Sigmundur í umræðum um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á þingfundi í dag. 12.4.2010 15:59 Steingrímur líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra líkti stöðu mála á Íslandi í aðdraganda að bankahruninu við Tyrkjaránið 1627 í ræðu á Alþingi í dag. Rán skyldi það kallast þegar að gróðrahyggjan næði yfirhöndinni með óhóflegri skuldsetningu og þeim afleiðingum sem Íslendingar þurftu síðar að sætta sig við. 12.4.2010 15:49 Bjarni Ben: Skýrslan leggur ríkar skyldur á herðar þingmanna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir brýnt að stjórnmálamenn dragi lærdóm af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan leggi ríkar skyldur á herðar þingmanna og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag. 12.4.2010 15:27 Jóhanna: Virðingavert að Björgvin hafi brugðist við skýrslunni Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi. 12.4.2010 15:26 Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12.4.2010 15:24 Þingfundur í beinni Á Alþingi núna klukkan þrjú er að hefjast þingfundur en þar munu formenn stjórnmálaflokkanna halda ræður um nýútkomna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eiginlegar umræður þingmanna um skýrsluna fara síðan fram á morgun. 12.4.2010 15:01 Björgvin segir af sér formennsku í þingflokknum Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að segja af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Björgvin var einn þeirra sjö sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. 12.4.2010 14:58 Minningarathöfn vegna flugslyssins í Póllandi Annað kvöld, þriðjudaginn 13. apríl, kl. 20.00 fer fram minningarathöfn í Patreksfjarðarkirkju vegna þeirra Pólverja sem fórust í hinu hörmulega slysi í Smolensk í Rússlandi sl. laugardag. Fólk er hvatt til að mæta til minningarathafnarinnar og sýna samhug í verki. 12.4.2010 14:56 Kvika sést í tveimur gígum Myndir sem teknar voru klukkan 13:15 í dag af gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar sýna að eldgosið er að mestu búið. Hörður Vignir Magnússon tók myndirnar fyrir Þyrluþjónustuna. Tveir gígar eru enn opnir og sést í kviku í báðum þeirra, að sögn Sigurðar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar. "Það kraumar í öðrum þeirra. Þetta er svona smápottur," sagði Sigurður. 12.4.2010 14:55 Mótmælendur fyrir framan Alþingi Um þrjátíu manns eru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í morgun en lögreglan hafði áhyggjur af annarri mótmælendabylgju. 12.4.2010 14:46 Skætingur einkenndi viðbrögð Íslendinga við gagnrýni á hagkerfið Það viðmót sem birtist í orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins við gagnrýni sérfræðings hjá Merrill Lynch á íslensk stjórnvöld hafi verið lýsandi fyrir viðbrögð íslenskra stjórnvalda og bankanna við gagnrýni árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. 12.4.2010 14:35 Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag. 12.4.2010 14:34 Maraþonlestur í Borgarleikhúsinu Óvenjulegur gjörningur á sér nú stað í Borgarleikhúsinu þar sem rannsóknarskýrsla Alþingis er lesin upp í heild sinni - orð fyrir orð. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lestrinum á vef Borgarleikhússins. 12.4.2010 14:30 Engin staðfesting á beinum áhrifum eiganda Í öllum fjölmiðlum voru jákvæðar fréttir um fjármálafyrirtæki fleiri en neikvæðar. Af einstökum fyrirtækjum var umfjöllun almennt jákvæðust um Landsbankann. 12.4.2010 14:29 Skýrslan kveikir enga elda Söngvaskáldið Hörður Torfason segir lítinn hita í fólki vegna rannsóknarskýrslunnar. Sjálfur ætlar hann í ræktina í dag auk þess sem hann sinnir frágangi vegna fundarhaldanna frægu á Austurvelli. 12.4.2010 14:16 Grunur um salmonellu í kjúklingi Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunar, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12.4.2010 14:12 Óvíst um stöðu Björgvins Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi. 12.4.2010 14:12 Davíð sagðist vilja í stjórn Blómavals Þegar sýnt var að Glitnir var að fara í þrot leituðu forráðamenn hans út um víðan völl eftir einhverjum leiðum til þess að bjarga bankanum. 12.4.2010 14:09 Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008. 12.4.2010 13:53 Enn skvettist úr einum gíg Fregnir af endalokum eldgossins á Fimmvörðuhálsi virðast ótímabærar, að minnsta kosti að sinni. Einn gígur er enn opinn og þar sést í logandi kviku og skvettist upp úr honum, að sögn Jóns Kjartans Björnssonar, þyrluflugmanns hjá Norðurflugi, sem flaug yfir eldstöðina um ellefuleytið í morgun. 12.4.2010 13:36 Gleðispillar úr innri endurskoðun og fjölgun í skemmtinefndum Berlegt áhugaleysi var innan bankanna á vönduðum vinnubrögðum og virðingaleysi fyrir lögum og reglum ríkti þar. Þetta er meðal niðurstaðna sérfræðinga sem fóru yfir siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna. 12.4.2010 13:27 Ingibjörg forspá um hrunið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2008 að ekki mætti tala hátt um ástandið á fjármálamörkuðum. Bankarnir myndu lenda í vandræðum eftir um níu mánuði. 12.4.2010 13:25 Árni Mathiesen: Þeir lugu allir en Björgólfur Thor var verstur Björgólfur Thor Björgólfsson hélt röngum upplýsingum að stjórnvöldum um stöðu Landsbankans helgina fyrir hrun. Þetta kemur fram í skýrslutöku Rannsóknarnefndar Alþingis yfir Árna M. Mathiesen. 12.4.2010 13:25 Glærusýning Rannsóknarnefndarinnar Blaðamannafundur um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið fór fram í Iðnó fyrr í dag. Þar studdust nefndarmenn við glærur sem hægt er að skoða hér fyrir neðan. 12.4.2010 13:08 Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 12:54 Forsetinn gekk mjög langt - setja þarf siðareglur um forsetaembættið Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. „Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.“ Ljóst sé að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýrðu þeim. 12.4.2010 12:50 Enginn gekkst við ábyrgð Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar. 12.4.2010 12:50 Geir var skíthræddur við Davíð „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð," sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til. 12.4.2010 12:26 SUS: Vissu ekki um tugmilljónastyrk Styrkir upp á tæpar 40 milljónir frá Landsbankum og Kaupþingi voru lagðir inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tveir fyrrverandi formenn hreyfingarinnar segjast koma af fjöllum. Félagið hafi verið rekið fyrir klink. 12.4.2010 12:23 Þorgerður Katrín stödd erlendis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er stödd erlendis þessa stundina, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2010 12:17 Sjá næstu 50 fréttir
Persóna Davíðs þvældist fyrir Heift, harðar deilur, tortryggni og eitrað andrúmsloft milli ráðherra Samfylkingar og Davíðs Oddssonar þvældist fyrir þegar seðlabankstjórinn Davíð upplýsti stjórnvöld um stöðu bankanna. Persóna hans og pólitísk fortíð hafði bein áhrif á neyðarviðbrögð stjórnvalda, að mati rannsóknarnefndinnar. 12.4.2010 19:15
Davíð Oddsson hótaði Tryggva Þór Bankastjórar Seðlabankans sýndu af sér verulega vanrækslu og viðhöfðu ótæk vinnubrögð við þjóðnýtingu Glitnis, að mati rannsóknarnefndarinnar. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hótaði efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar, kvaðst skyldu persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - ef honum tækist ekki að sannfæra Geir Haarde um þjóðnýtingu Glitnis. 12.4.2010 19:15
Enginn axlar ábyrgð Enginn af þeim sem sakaðir eru um að hafa gert mistök eða sýnt vanrækslu í starfi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafa gengist við ábyrgð. Um er ræða fjóra fyrrverandi ráðherra og átta embættismenn. Allir vísa þeir ásökunum á bug og telja að ábyrgðin liggi hjá öðrum en þeim sjálfum. 12.4.2010 18:45
Kaupþingsmenn: Höfðu ekki efni á lystisnekkju Fjárhagsvandræði hrjáðu Kaupþingsmenn í febrúar 2008. Til að bæta stöðu sína varpar Magnús Guðmundsson fram þeirri hugmynd í tölvupósti að leigja út lystisnekkju þeirra til þriðja aðila. Pósturinn birtist í rannsóknarskýrslunni. 12.4.2010 18:21
Of snemmt að segja hvort ráðherrarnir fari fyrir landsdóm Það er of snemmt að segja til um hvort ráðherrarnir sem sakaðir eru um vanrækslu í starfi verði kærðir til landsdóms fyrir vanrækslu í starfi. Þetta segir Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem hefur það hlutverk að 12.4.2010 17:27
Íslendingur týndur síðan í júní Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Herði Rafnssyni. Hörður er 64 ára, 178 cm. á hæð, 80 til 90 kg, gráhærður með skalla og grátt alskegg þegar síðast var vitað. 12.4.2010 16:57
Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. 12.4.2010 16:40
Einnig grunur um salmonellusmit hjá Ísfugli Grunur er um salmonellusmit í ferskum kjúklingum framleiddum af Ísfugli. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta gruninn. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð. Fyrr í dag barst samskonar tilkynning frá Matfugli. 12.4.2010 16:38
Í fyrsta sinn sem landsdómur yrði kallaður saman Ef landsdómur verður kallaður saman vegna þeirra niðurstaðna sem finna má í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis verður það í fyrsta sinn sem slikt gerist í sögu lýðveldisins, segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. 12.4.2010 16:38
Sökin ekki hjá Fjármálaeftirlitinu „Meginatriðið er það að bankahrunið er á ábyrgð bankamanna sjálfra og þeim sem stjórnuðu þeim," segir Jón Magnússon lögmaður og faðir Jónasar Fr. Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Hann tjáir sig ekki um ábyrgð sonar síns. 12.4.2010 16:37
Það þarf að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna Leita þarf leiða til þess að styrkja siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnsiðum. 12.4.2010 16:34
Breytt viðbúnaðarstig vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi Ákveðið hefur verið að færa viðbúnað vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi niður um eitt háskastig. Viðbúnaður hefur verið á hæsta háskastigi, það er á neyðarstigi, en mun frá og með deginum í dag færast á svokallað hættustig. Þær takmarkanir á umferð sem áður hafa verið kynntar eru enn í fullu gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 12.4.2010 16:20
Birgitta: Landráð hafa verið framin hér á landi Framin hafa veirð landráð hérlendis, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, á fundi Alþingis í dag. Hún sagði að það yrði að kalla hlutina réttum nöfnum. 12.4.2010 16:12
Forsetinn flaug á vegum allra helstu útrásavíkinganna Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flaug ítrekað með útrásavíkingum en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar sem snýr að siðferði og starfsháttum kemur fram að Ólafur Ragnar flaug með í flugvélum í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og Eimskipafélags Íslands. 12.4.2010 16:12
Jón Baldvin: Enginn axlar ábyrgð "Þessi skýrsla segir okkur fátt nýtt um okkar samfélag sem við vissum ekki fyrir," segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi forsætisráðherra, spurður um fyrstu viðbrögð sín við rannsóknarskýrslu Alþingis. 12.4.2010 16:01
Formaður Framsóknarflokksins: Sveigðum of langt til hægri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að allir flokkar verði að líta í eigin barm þegar kemur að bankahruninu og að enginn flokkur hafi farið í eins afgerandi endurnýjun og Framsóknarflokkurinn hafi ráðist í. Þetta sagði Sigmundur í umræðum um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á þingfundi í dag. 12.4.2010 15:59
Steingrímur líkti þensluskeiðinu við Tyrkjaránið Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra líkti stöðu mála á Íslandi í aðdraganda að bankahruninu við Tyrkjaránið 1627 í ræðu á Alþingi í dag. Rán skyldi það kallast þegar að gróðrahyggjan næði yfirhöndinni með óhóflegri skuldsetningu og þeim afleiðingum sem Íslendingar þurftu síðar að sætta sig við. 12.4.2010 15:49
Bjarni Ben: Skýrslan leggur ríkar skyldur á herðar þingmanna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir brýnt að stjórnmálamenn dragi lærdóm af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan leggi ríkar skyldur á herðar þingmanna og það varði miklu að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem þjóðin gerir kröfu um. Sjálfstæðisflokkurinn væri tilbúinn til þessa að vinna að nauðsynlegum úrbótum. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Bjarna á Alþingi í dag. 12.4.2010 15:27
Jóhanna: Virðingavert að Björgvin hafi brugðist við skýrslunni Það er virðingavert að Björgvin G. Sigurðsson hafi brugðist við og tekið sína ákvörðun, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar umræður um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hófust klukkan þrjú í dag. Björgvin er einn af sjö sem Rannsóknarnefndin telur að hafi sýnt vanrækslu í starfi. 12.4.2010 15:26
Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12.4.2010 15:24
Þingfundur í beinni Á Alþingi núna klukkan þrjú er að hefjast þingfundur en þar munu formenn stjórnmálaflokkanna halda ræður um nýútkomna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eiginlegar umræður þingmanna um skýrsluna fara síðan fram á morgun. 12.4.2010 15:01
Björgvin segir af sér formennsku í þingflokknum Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, ætlar að segja af sér formennsku í þingflokki Samfylkingarinnar. Björgvin var einn þeirra sjö sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins. 12.4.2010 14:58
Minningarathöfn vegna flugslyssins í Póllandi Annað kvöld, þriðjudaginn 13. apríl, kl. 20.00 fer fram minningarathöfn í Patreksfjarðarkirkju vegna þeirra Pólverja sem fórust í hinu hörmulega slysi í Smolensk í Rússlandi sl. laugardag. Fólk er hvatt til að mæta til minningarathafnarinnar og sýna samhug í verki. 12.4.2010 14:56
Kvika sést í tveimur gígum Myndir sem teknar voru klukkan 13:15 í dag af gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í könnunarflugi Þyrluþjónustunnar sýna að eldgosið er að mestu búið. Hörður Vignir Magnússon tók myndirnar fyrir Þyrluþjónustuna. Tveir gígar eru enn opnir og sést í kviku í báðum þeirra, að sögn Sigurðar Pálmasonar, framkvæmdastjóra Þyrluþjónustunnar. "Það kraumar í öðrum þeirra. Þetta er svona smápottur," sagði Sigurður. 12.4.2010 14:55
Mótmælendur fyrir framan Alþingi Um þrjátíu manns eru samankomnir á Austurvelli til þess að mótmæla. Rannsóknarskýrsla Alþingis kom út í morgun en lögreglan hafði áhyggjur af annarri mótmælendabylgju. 12.4.2010 14:46
Skætingur einkenndi viðbrögð Íslendinga við gagnrýni á hagkerfið Það viðmót sem birtist í orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins við gagnrýni sérfræðings hjá Merrill Lynch á íslensk stjórnvöld hafi verið lýsandi fyrir viðbrögð íslenskra stjórnvalda og bankanna við gagnrýni árið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. 12.4.2010 14:35
Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils Lárus Welding, þáverandi bankastjóri Glitnis, færði fjármuni til útlanda, eða réttara sagt hreinsaði út af reikningi sínum um 318 milljónir, rétt eftir að hann hafði lýst því yfir í frægu viðtali í Silfri Egils að bankinn hans væri traustur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem var birt fyrr í dag. 12.4.2010 14:34
Maraþonlestur í Borgarleikhúsinu Óvenjulegur gjörningur á sér nú stað í Borgarleikhúsinu þar sem rannsóknarskýrsla Alþingis er lesin upp í heild sinni - orð fyrir orð. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá lestrinum á vef Borgarleikhússins. 12.4.2010 14:30
Engin staðfesting á beinum áhrifum eiganda Í öllum fjölmiðlum voru jákvæðar fréttir um fjármálafyrirtæki fleiri en neikvæðar. Af einstökum fyrirtækjum var umfjöllun almennt jákvæðust um Landsbankann. 12.4.2010 14:29
Skýrslan kveikir enga elda Söngvaskáldið Hörður Torfason segir lítinn hita í fólki vegna rannsóknarskýrslunnar. Sjálfur ætlar hann í ræktina í dag auk þess sem hann sinnir frágangi vegna fundarhaldanna frægu á Austurvelli. 12.4.2010 14:16
Grunur um salmonellu í kjúklingi Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. Í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins og í samráði við heilbrigðisyfirvöld hefur verið unnið að innköllun vörunar, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12.4.2010 14:12
Óvíst um stöðu Björgvins Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er sá eini sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekur um vanrækslu í starfi sem enn gegnir opinberu trúnaðarstarfi. 12.4.2010 14:12
Davíð sagðist vilja í stjórn Blómavals Þegar sýnt var að Glitnir var að fara í þrot leituðu forráðamenn hans út um víðan völl eftir einhverjum leiðum til þess að bjarga bankanum. 12.4.2010 14:09
Halldór Kristjánsson eins og laminn hundur Össur Skarphéðinsson segir að Halldór Kristjánsson, þáverandi bankastjóri Landsbankans, hafi setið eins og laminn hundur á fundi með stjórnvöldum sunnudaginn 5. október árið 2008. 12.4.2010 13:53
Enn skvettist úr einum gíg Fregnir af endalokum eldgossins á Fimmvörðuhálsi virðast ótímabærar, að minnsta kosti að sinni. Einn gígur er enn opinn og þar sést í logandi kviku og skvettist upp úr honum, að sögn Jóns Kjartans Björnssonar, þyrluflugmanns hjá Norðurflugi, sem flaug yfir eldstöðina um ellefuleytið í morgun. 12.4.2010 13:36
Gleðispillar úr innri endurskoðun og fjölgun í skemmtinefndum Berlegt áhugaleysi var innan bankanna á vönduðum vinnubrögðum og virðingaleysi fyrir lögum og reglum ríkti þar. Þetta er meðal niðurstaðna sérfræðinga sem fóru yfir siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna. 12.4.2010 13:27
Ingibjörg forspá um hrunið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2008 að ekki mætti tala hátt um ástandið á fjármálamörkuðum. Bankarnir myndu lenda í vandræðum eftir um níu mánuði. 12.4.2010 13:25
Árni Mathiesen: Þeir lugu allir en Björgólfur Thor var verstur Björgólfur Thor Björgólfsson hélt röngum upplýsingum að stjórnvöldum um stöðu Landsbankans helgina fyrir hrun. Þetta kemur fram í skýrslutöku Rannsóknarnefndar Alþingis yfir Árna M. Mathiesen. 12.4.2010 13:25
Glærusýning Rannsóknarnefndarinnar Blaðamannafundur um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið fór fram í Iðnó fyrr í dag. Þar studdust nefndarmenn við glærur sem hægt er að skoða hér fyrir neðan. 12.4.2010 13:08
Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 12:54
Forsetinn gekk mjög langt - setja þarf siðareglur um forsetaembættið Forsetaembættið var óspart nýtt í þágu einstakra aðila til að koma á tengslum víða um lönd. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir að þegar lýðræðislega kjörinn forseti lands talar á opinberum vettvangi sem fulltrúi þjóðar sinnar er jafnan hlustað og því skiptir máli hvað hann segir og við hverja hann talar. „Þar liggur ábyrgð forseta Íslands.“ Ljóst sé að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gengið mjög langt í þjónustu við einstök fyrirtæki og einstaklinga sem stýrðu þeim. 12.4.2010 12:50
Enginn gekkst við ábyrgð Enginn þeirra sem Rannsóknarnefnd Alþingis telur að hafi gerst sekir um vanrækslu í starfi gekkst við ábyrgð sinni í andsvörum sínum til nefndarinnar. 12.4.2010 12:50
Geir var skíthræddur við Davíð „Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð," sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til. 12.4.2010 12:26
SUS: Vissu ekki um tugmilljónastyrk Styrkir upp á tæpar 40 milljónir frá Landsbankum og Kaupþingi voru lagðir inn á reikning Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Tveir fyrrverandi formenn hreyfingarinnar segjast koma af fjöllum. Félagið hafi verið rekið fyrir klink. 12.4.2010 12:23
Þorgerður Katrín stödd erlendis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er stödd erlendis þessa stundina, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2010 12:17