Innlent

The One og Out Of Sight komust áfram

Sviðið í kvöld var hið glæsilegasta. Mynd/RÚV.
Sviðið í kvöld var hið glæsilegasta. Mynd/RÚV.
Birgir Jóhann Birgisson sem samdi lagið The One auk Matthíasar Stefánssonar, sem samdi lagið Out Of Sight, komust áfram í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins í kvöld.

Það var Íris Hólm sem söng lagið The One en Matti Matt söng Out Of Sight. Þetta eru fyrstu tvö lögin sem komast áfram af sex sem munu svo berjast til úrslita að lokum.

Varla þarf að taka fram að það var Jóhanna Guðrún sem sigraði keppnina í fyrra og lenti að auki í öðru sæti í keppninni í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×