Segist hafa gott fylgi sem bæjarstjóraefni 9. janúar 2010 06:00 Kópavogur. Í hádeginu í dag kemur í ljós hverjir taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar í maí.Fréttablaðið/GVA „Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Vegna þeirrar stöðu sem er uppi í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi ætla ég ekki að taka þátt," segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sem gefur ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna bæjarstjórnarkosninga í maí. Gunnar I. Birgisson, forveri Gunnsteins í bæjarstjórastólnum, býður sig hins vegar fram í efsta sæti sjálfstæðismanna og þar með til að verða bæjarstjóraefni flokksins. Gunnar vék úr bæjarstjórastólnum í fyrra eftir deilur um viðskipti fyrirtækis dóttur hans við bæinn. Hann tók sér síðan einnig leyfi sem bæjarfulltrúi eftir að rannsókn hófst á störfum hans og fleiri bæjarfulltrúa í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Gunnar hafnar því að hafa unnið gegn Gunnsteini sem hafi staðið sig vel sem bæjarstjóri og náð að sætta ólík sjónarmið. „Ég kannast ekki við einhvern ágreining eða flokkadrætti inni í flokknum. Við höfum ekkert orðið vör við það við hin að minnsta kosti," segir Gunnar sem hefur aðrar skýringar á því hvers vegna Gunnsteinn tekur ekki þátt í prófkjörinu. „Það var gerð skoðanakönnun fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi og hún sýnir yfirgnæfandi fylgi við mig innan raða sjálfstæðismanna, og líka hjá Kópavogsbúum, sem bæjarstjóra eftir næstu kosningar. Ég hef grun um að það hafi átt einhvern þátt í þessu." Framboðsfrestur í prófkjöri sjálfstæðismanna rennur út á hádegi í dag. Þá skýrist hvort einhverjir aðrir en Gunnar sækist eftir fyrsta sætinu. Sjálfur kveðst hann bjartsýnn á gott gengi í prófkjörinu sem fram fer 20. febrúar. „Ég finn ekkert nema góða strauma í minn garð varðandi prófkjörið." Gunnsteinn segir hins vegar alla sem fylgjast með vita að Gunnar hafi unnið gegn honum og öðrum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann sé svartsýnn fyrir hönd sjálfstæðismanna með Gunnar í leiðtogasætinu. „Ég sé ákaflega litla möguleika. Gunnar hefur staðið í illdeilum við forystumenn Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins og er í málaferlum við bæjarfulltrúa bæði Samfylkingar og Vinstri grænna. Ég sé engin líkindi til þess að hann geti farið að starfa með þessu fólki," segir Gunnsteinn sem kveðst sjálfur hafa átt gott samstarf við alla innan bæjarstjórnar. „Það sést best á því að fjárhagsáætlun var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum," bendir hann á. gar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13 Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51 Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Formaður fulltrúaráðsins vísar orðum bæjarstjórans á bug Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi vísar á bug orðum Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra og oddvita sjálfstæðismanna, um að togstreita og óróleiki sé meðal sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekkert sé fjærri sannleikanum. 7. janúar 2010 20:13
Gunnar: Fullyrðingar Gunnsteins rangar Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, segir að fullyrðingar Gunnsteins Sigurðssonar, núverandi bæjarstjóra, um óróleika, togstreitu og flokkadrætti í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu séu rangar. 7. janúar 2010 21:51
Bæjarstjórinn stígur til hliðar vegna óróleika meðal sjálfstæðismanna Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna vegna komandi bæjarstjórnarkosninga. Ástæðan er óviðunandi togstreita og óróleiki í röðum sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu sem hefur verið viðvarandi síðan í sumar. 7. janúar 2010 18:07