Innlent

Siglingaleið gæti lokast

Bjarni Sæmundsson. Hafís liggur yfir fyrirhuguðu leitarsvæði loðnu úti af Vestfjörðum.fréttablaðið/pjetur
Bjarni Sæmundsson. Hafís liggur yfir fyrirhuguðu leitarsvæði loðnu úti af Vestfjörðum.fréttablaðið/pjetur

Hafís nálgast nú Vestfirði og næstu daga er útlit fyrir að hann færist enn nær landi. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að hafísröndin geti náð landi og siglingaleiðin fyrir Vestfirði geti því lokast.

Á gervihnattamyndum frá því í gær virðist hafísröndin vera um 22 sjómílur Norðaustur af Horni og um tuttugu sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vegna skýjahulu var erfitt að greina hvort einhver ís liggi nær landi en sjófarendur eru beðnir að fara að öllu með gát.

Hafísinn kemur í veg fyrir að hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson geti leitað að loðnu á skipulögðu leitarsvæði út af Vestfjörðum en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er við leit suðaustur af landinu. Í fyrri rannsóknaleiðangri, sem lauk í desember, fannst óverulegt magn af loðnu. Um 140 þúsund tonn fundust sem er langt undir því magni sem þarf að mælast á miðunum áður en gefinn er út loðnukvóti. Loðna hefur ekki fundist í verulegu magni undanfarin ár fyrr en í janúar eða byrjun febrúar.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×