Innlent

Oddi tryggir sér Svansvottun

Prentsmiðjan Oddi. Svansvottun er mikill gæðastimpill.fréttablaðið/anton
Prentsmiðjan Oddi. Svansvottun er mikill gæðastimpill.fréttablaðið/anton

Prentsmiðjan Oddi hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Það tryggir að fyrirtækið er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa.

Mikill áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja fyrir Svansvottun. Íslensk Svansleyfi eru nú fimm talsins auk þess sem fjórtán umsóknir eru í vinnslu frá fyrirtækjum á ýmsum sviðum framleiðslu og þjónustu.

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og byggist á óháðri vottun og viðmiðum sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Alls er hægt að votta 66 mismunandi vöru- og þjónustuflokka.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×