Innlent

Lánakjör vegna Icesave-samninga

Gauti B. Eggertsson.
Gauti B. Eggertsson.

Í umfjöllun Gauta B. Eggertssonar um lán vegna Icesave á vef hans er bent á að vextir sem ríkjum Evrópu og Bandaríkjunum standi til boða á lánum til 10 ára séu í sögulegu lágmarki og hlaupi á 3,5 til 4,0 prósenta. Í því samhengi skipti máli að lánin til Íslands séu til 15 ára. Vextir til þessara ríkja hafi síðast í fyrra verið um eða yfir fimm prósent.

„Ef miðað er við tveggja til þriggja prósenta verðbólgu á þessum tíma eru raunvextir á Icesave í kringum þrjú til fjögur prósent. Mér sýnist það töluvert lægra en raunvextir á verðtryggðum ríkisvíxlum á Íslandi," skrifar Gauti á vef sinn.

Fjárhæðin sem Ísland þarf að endurgreiða nemur 1.329 milljónum evra til Hollands og 2.350 milljónum punda til Bretlands.

Gert er ráð fyrir ársfjórðungslegum greiðslum sem hefjist í september 2016 og ljúki í júní 2024.

Hvenær sem er á lánstímanum er hægt að fara fram á lengingu endurgreiðslutíma um sex ár, til ársins 2030, en ef lánið hefur ekki verið endurgreitt að fullu fyrir árið 2024 framlengist það sjálfkrafa til ársins 2030.

Tryggingarsjóði er svo, hvenær sem er á lánstímanum, heimilt að greiða niður lán Hollendinga og Breta í heild eða að hluta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×