Innlent

Mikil aukning á ólöglegri sölu lyfseðilsskyldra lyfja

Karen Kjartansdóttir skrifar

Mikil aukning er í ólöglegri sölu lyfseðilsskyldra örvandi lyfja á Íslandi. Læknir segir fólk sem fær lyf við ofvirkni og athyglisbrest frá læknum virðist í auknum mæli selja lyfin áfram til sprautufíkla.

Lögregla hefur að undanförnu lagt hald á mikið magn amfetamíns. Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir segir sem mikið hefur unnið með fíkniefnaneytendum segir skjólstæðinga sína kvarta undan því.

Sigurður segir að sjúklingar sprauti sig með þessum efnum. Hann hafi fengið þær upplýsingar hjá sjúklingum sínum að gangverðið á Conserta-hylki sé 2500 krónur. Mánaðarskammtur fari því á 75 þúsund krónur á svörtum markaði, líklegt að óheiðarlegt fólk sjái sér gróðavon í að selja áfram lyf sem læknir hefur skrifað upp á í góðri trú.

Umræddum lyfjum er að stærstu hluta ávísað til barna þótt æ fleiri fullorðnir noti einnig lyfið. Sigurður minnir á að flestir þeir sem fái lyfin séu heiðarlegir en aðgát þurfi að hafa þegar þessi lyf eru annars vegar.

Fyrir nokkru hóf Landlæknisembættið umfangsmikla skráningu notkun lyfja og segir hefur Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, bent á að þörf sé að yfirfara þessar skráningar og tekur Sigurður undir það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×