Innlent

Litháen lýsir yfir stuðningi við Ísland

Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens.
Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens.

Utanríkisráðherra Litháen, Vygaudas Usackas, hefur líst yfir stuðningi við Ísland en þegar hafði utanríkisráðherra Lettlands gert slíkt hið sama. Báðir segjast þeir styðja að Icesave-lögin fari í þjóðatkvæðagreiðslu og telja þeir að viðbrögð hollenskra og breskra ráðamanna vera hótanir um að Ísland verði einangrað óásættanleg.

Þegar tekin var ákvörðun um að Íslendingar myndu sækja um inngöngu í Evrópusambandi var Usackas einnig fljótur til að lýsa því yfir að Litháar yrðu fyrstir þjóða til að styðja umsókn Íslendinga að sambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×