Innlent

Vara við hættu af grýlukertum

Frá Ísafirði. Víða um land skapast hætta í hlákunni.fréttablaðið/pjetur
Frá Ísafirði. Víða um land skapast hætta í hlákunni.fréttablaðið/pjetur

Slysavarnafélagið Landsbjörg varar við þeirri hættu sem hlýnandi veður hefur í för með sér eftir langvarandi vetrarríki. Félagið hvetur húseigendur og verslunareigendur að hreinsa burtu grýlukerti og snjóþekjur.

Víða um land hefur snjó kyngt niður og safnast fyrir á húsþökum í miklu magni, síðan hafa grýlukerti myndast og hanga niður af húsþökunum. Með hækkandi hitastigi gefur snjórinn eftir og stórar snjóhengjur með grýlukertum geta fallið úr þó nokkurri hæð á þá sem undir eru. Mesta hættan er fyrir gangandi fólk þar sem gangstéttir eða bílastæði eru undir þakbrúninni. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×