Innlent

Kosningabarátta á kostnað skattgreiðenda

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Fjármálaráðherra segist ekki ætla að sitja aðgerðalaus hjá meðan stjórnarandstaðan talar niður Icesave-samningana. Hann segir óhjákvæmilegt að kostnaður vegna kynningar á kostum og göllum samninganna vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu greiðist úr ríkissjóði. Jafnframt verði kostnaður vegna rökstuðnings ríkisstjórnarinnar greiddur úr ríkissjóði, en Steingrímur segist ætla að reyna að tryggja að hann verði ríkissjóði ekki dýr á fóðrum.

Hann segir að tryggja verði samt eðlilegt jafnræði til umræðu og segir að vel komi til greina að hlutlaus aðili annist allt kynningarefni um kosti og galla, en það kemur í hlut dómsmálaráðuneytisins að sjá um umfang þjóðaratkvæðagreiðslunnar og útgáfu kynningarefnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×