Bjarni Benediktsson: „Vér mótmælum allir“ Þorbjörn Þórðarson. skrifar 9. janúar 2010 11:44 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar hann ávarpaði flokksmenn sína á opnum fundi í Valhöll í morgun að hann myndi ekki gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að skipta um skoðun ef hún ákveddi að afnema Icesave-lögin, sleppa þjóðaratkvæðagreiðslu og semja upp á nýtt. Fullt var út úr dyrum í Valhöll í morgun þegar Bjarni fór yfir sviðið í Icesave-deilunni og sjónarmið Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að staðan sem væri komin upp væri engin tilviljun, þrekvirki hefði verið unnið hjá stjórnarandstöðunni í þinginu við að halda uppi sjónarmiðum Íslendinga. Hann sagði frammistöðu ríkisstjórnarinnar hins vegar dapurlega. Bjarni sagði að því meira sem tekið væri undir málstað Íslands, því verr liði ríkisstjórninni. Hann sagði að eftir að synjun forsetans hefði legið fyrir hefðu Bretar ekki hótað dómstólaleiðinni því þeir þyrðu ekki að fara þá leið. Bjarni sagði að leita þyrfti eftir pólitískri lausn í Icesave-deilunni, en ríkisstjórnin hefði vanrækt það. Hann sagði að ekki mætti ala á neikvæðni, Ísland væri ekki að sökkva í sæ. Hann sagði viðbrögð Norðmanna jákvæð og að það hefðu verið gleðileg tíðindi að þeir hygðust tala fyrir máli Íslendinga gagnvart hinum Norðurlöndunum. Bjarni hvatti jafnframt til einingu og samstöðu. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi svífast einskis til að sannfæra þjóðina til að samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðin myndi hins vegar greiða atkvæði með hagsmunum sínum og hafna lögunum. Bjarni vitnaði að lokum í orð Jóns Sigurðssonar, lýðveldishetju Íslands, og sagði: „Vér mótmælum allir." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þegar hann ávarpaði flokksmenn sína á opnum fundi í Valhöll í morgun að hann myndi ekki gagnrýna ríkisstjórnina fyrir að skipta um skoðun ef hún ákveddi að afnema Icesave-lögin, sleppa þjóðaratkvæðagreiðslu og semja upp á nýtt. Fullt var út úr dyrum í Valhöll í morgun þegar Bjarni fór yfir sviðið í Icesave-deilunni og sjónarmið Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að staðan sem væri komin upp væri engin tilviljun, þrekvirki hefði verið unnið hjá stjórnarandstöðunni í þinginu við að halda uppi sjónarmiðum Íslendinga. Hann sagði frammistöðu ríkisstjórnarinnar hins vegar dapurlega. Bjarni sagði að því meira sem tekið væri undir málstað Íslands, því verr liði ríkisstjórninni. Hann sagði að eftir að synjun forsetans hefði legið fyrir hefðu Bretar ekki hótað dómstólaleiðinni því þeir þyrðu ekki að fara þá leið. Bjarni sagði að leita þyrfti eftir pólitískri lausn í Icesave-deilunni, en ríkisstjórnin hefði vanrækt það. Hann sagði að ekki mætti ala á neikvæðni, Ísland væri ekki að sökkva í sæ. Hann sagði viðbrögð Norðmanna jákvæð og að það hefðu verið gleðileg tíðindi að þeir hygðust tala fyrir máli Íslendinga gagnvart hinum Norðurlöndunum. Bjarni hvatti jafnframt til einingu og samstöðu. Hann sagði að ríkisstjórnin myndi svífast einskis til að sannfæra þjóðina til að samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðin myndi hins vegar greiða atkvæði með hagsmunum sínum og hafna lögunum. Bjarni vitnaði að lokum í orð Jóns Sigurðssonar, lýðveldishetju Íslands, og sagði: „Vér mótmælum allir."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent