Innlent

Fyrrverandi þingmaður Framsóknar þjóðgarðsvörður Þingvalla

Ólafur Örn Haraldsson landfræðingur og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Þingvallanefndar og þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum.

Þetta var samþykkt einróma á fundi Þingvallanefndar í gær, samkvæmt tilkynningu frá nefndinni. Sjötíu og átta manns sóttu um starfið.

Ólafur Örn er formaður Ferðafélags Íslands. Hann var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 1994 til 2003 og sat í sex ár í umhverfisnefnd Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×