Fleiri fréttir Tólf prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar Tólf prósent þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur eru erlendir ríkisborgarar. Persónuvernd hefur úrskurðað að neteftirlit Vinnumálastofnunar sé lögmætt, en Vinnumálastofnun skoðar sérstaklega ip-tölur þeirra sem þiggja bætur. 28.12.2009 12:15 Slökkviliðsmaður hætt kominn þegar báturinn sökk Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja var hætt kominn þegar gamall eikarbátur sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Vinnufélaga hans tókst með snarræði að bjarga honum á síðustu stundu. 28.12.2009 12:11 Stakk lögregluna af á 185 kílómetra hraða Ökumaður var mældur á 161 kílómetra hraða á Skógasandi á laugardagskvöld og stöðvaði ekki för þegar lögregla gaf honum merki. Hann jók ferðina og náði að komast undan lögreglunni. 28.12.2009 12:06 Opið í Hlíðarfjalli í dag Opið er í Hlíðarfjalli frá klukkan 11 til 19. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum úr fjallinu er átta stiga frost þar núna og logn. Í gær voru um fimmhundruð manns á skíðum í veðurblíðunni og er búist við enn meiri fjölda í dag. 28.12.2009 11:58 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28.12.2009 11:57 Þráinn hefur ekki gert upp hug sinn Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, segist ekki hafa gert upp hug sinn til frumvarps ríkisstjórnarinnar um Icesave. Alþingi kemur saman eftir hádegi og þá hefst þriðja umræða um frumvarpið. 28.12.2009 11:31 Vel viðunandi bókajól Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar, Brauð og kökubók Hagkaups og matreiðslubók Jóa Fel eru á meðal mest seldu bókanna fyrir þessi jól. Þetta kom fram í máli Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefanda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 28.12.2009 10:44 Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna 28.12.2009 10:00 Yfir 5000 manns koma að flugeldasölunni Yfir 5000 manns á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma að flugeldasölu síðustu daga fyrir áramót, segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðsstjóri hjá Landsbjörgu. 28.12.2009 09:42 Sérsveit kölluð að húsi í Reykjanesbæ Sérsveit lögreglunnar var kölluð að íbúðarhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi eftir að íbúinn hafði hafði hótað öðrum manni í bænum lífláti. 28.12.2009 08:25 Tertum stolið Brotist var inn í flugeldasölu björgunarsveitanna að Iðuvöllum í Reykjanesbæ í nótt og þaðan meðal annars stolið nokkrum stórum skottertum. Þjófurinn komst undan. 28.12.2009 08:17 Spellvirkjar á ferð Skemmdarvargar stórskemmdu bíl sem skilinn hafði verið eftir utan vegar skammt frá Grindavík upp úr miðnætti. Ökumaður bílsins hafði misst hann út af veginum og hélt fótgangandi til Grindavíkur til að sækja aðstoð. 28.12.2009 08:12 Þrettán boðar Reykhælingum happ Óhappatalan þrettán virðist vera happatala í Reykhólahreppi við Breiðafjörð, því þar hefur íbúum fjölgað um þrettán, þrjú ár í röð. Á sama tíma fækkar íbúum á Vesturlandi, eða um 335 á þessu ári. 28.12.2009 08:08 Haftyrðill berst til landsins Nokkuð er um að haftyrðill hafi borist hingað til lands með norðanáttinni að undanförnu, en heimkynni hans eru á norðurslóðum. 28.12.2009 08:04 Bíógestum brugðið nyrðra Tveimur bíógestum á Akureyri brá í brún þegar þeir sáu hvergi bílinn sinn þegar þeir komu út. Við nánari athugun fannst hann fastur í skafli þar skammt frá og var miði í bílnum þar sem nágranni bíósins tilkynnti að hann hefði dregið bílinn upp í skaflinn, þar sem hann hefði verið fyrir innkeyrslunni hjá sér. 28.12.2009 07:21 Fimm á slysadeild eftir árekstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Biskupstungnabrautar og Kiðjabergsvegar í Grímsnesi í gærkvöldi. Eftir því sem næst verður komist slasaðist enginn alvarlega, en bílarnir eru báðir ónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabílum. 28.12.2009 07:19 49 manns með þingsályktunartillögu Alþingi Þingsályktunartillaga um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins liggur nú fyrir Alþingi. 28.12.2009 06:45 Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum atvinnulausra Persónuvernd hefur samþykkt að Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum þeirra sem staðfesta atvinnuleysisskráningu í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þannig fylgist stofnunin með því hvort tilkynningar berast frá erlendum IP-tölum. 28.12.2009 06:45 Flutti utan og gæti misst stöðu sem bæjarfulltrúi Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september. 28.12.2009 06:00 Færri hross en dýrari flutt úr landi á árinu Á árinu voru flutt út 1.589 hross samkvæmt nýjustu útflutningstölum Bændasamtakanna. Þetta er heldur minna en í fyrra, en þá varð mikil aukning. Samdráttur milli ára nemur 10,5 prósentum, en aukningin milli áranna 2007 og 2008 nam nærri fimmtungi. 28.12.2009 05:00 Í óleyfi um ókláruð Héðinsfjarðargöng Nokkuð hefur borið á því að fólk keyri í óleyfi um Héðinsfjarðargöng, að sögn Valgeirs Bergmanns Magnússonar, verkefnastjóra hjá Háfelli. Það sé hættulegt, því þótt búið sé að sprengja göngin verða þau ekki tilbúin fyrr en næsta haust. 28.12.2009 04:00 Skilaréttur neytenda Almennur afgreiðslutími er í flestum verslunum í dag. Búast má við því að margir vilji nota hluta dagsins til að skipta þeim jólagjöfum sem þeir eru ekki alls kostar sáttir við. 27.12.2009 13:16 MP banki styrkir heyrnalausa Starfsmenn MP Banka hafa ákveðið að styrkur bankans árið 2009 sé veittur Félagi heyrnarlausra í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Styrkurinn nemur tveimur milljónum króna. 27.12.2009 14:35 Þarf samþykki til þess að birta leynigögn Fjármálaráðherra segir að sum skjöl sem enn eru óbirt í leynimöppunni á nefndasviði Alþingis séu háð samþykki annarra fyrir birtingu, en einhver þeirra varða milliríkjasamskipti. Þingmenn Hreyfingarinnar vilja aflétta leyndinni og birta öll gögnin. 27.12.2009 13:12 Lottóvinningur gekk ekki út Lottópotturinn verður tvöfaldur í fyrsta útdrætti ársins 2010, því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. 27.12.2009 10:05 Fólk enn þá að skemmta sér - ballgestur sló dyravörð Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið mjög erilsöm og mikið um ölvunarútköll vegna skemmtanahalda í miðborginni. Hann segir útköllin í raun enn vera í gangi, þar sem fólk sé ennþá að skemmta sér. 27.12.2009 09:53 Annað mannskætt ferjuslys á Filippseyjum Tuttugu og tveggja er saknað og lík þriggja barna hafa fundist eftir að farþegaferja sökk norður af Filippseyjum í morgun. 27.12.2009 09:41 Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en margmenni var í bænum. Skemmtanahald fór vel fram að sögn lögreglu og gekk stóráfallalaust fyrir sig. 27.12.2009 09:29 Hálkublettir á Suður- og Vesturlandi Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 27.12.2009 09:17 Sundlaugar í Laugardal og Árbæ opnar Samkvæmt lögum eru skemmtanir, dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum vínveitingastöðum óheimilar frá klukkan 18:00 á aðfangadagskvöldi til sex að morgni annan dags jóla. Í kvöld verður hinsvegar eðlilegur opnunartími á skemmtistöðum borgarinnar. 26.12.2009 12:21 Segir hækkun skólagjalda nauðsynlega Menntamálaráðherra segir að nýsamþykktar breytingar á lögum um framhaldsskóla um hækkun á skólagjöldum nemenda í kvöldskóla hafi verið nauðsynleg aðgerð vegna niðurskurðar. 26.12.2009 12:03 Færð á vegum Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi. 26.12.2009 09:59 Rólegt hjá lögreglunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. 26.12.2009 09:58 Skemmtanahald stöðvað á jóladag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skemmtanahald á vínveitingastað í Austurstræti í gærkvöldi. Samkvæmt varðstjóra var um misskilning að ræða en vísa þurfti um 60 gestum út af staðnum. 26.12.2009 09:41 Snjóþungt og ófærð fyrir norðan Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. Færð innan bæjar er erfið fyrir fólksbíla og hefur lögreglan þurft að aðstoða nokkra í morgun. 26.12.2009 09:21 Svangir ferðamenn komu að öllu lokuðu í Skaftafellssýslum Glorhungrað útlent par, sem hvergi fann opinn matsölustað á leið um Skaftafellssýslur, mátti lifa á vatni og einni samloku í á annan sólarhring þar til það knúði dyra á bænum Geirlandi á Síðu á jóladag í fyrra. 25.12.2009 18:45 Maximus og Nefertítí héldu jólaboð Jólin eru haldin hátíðleg á heimili Maximusar eins og fyrri ár en nú hefur fjölgað á heimilinu því tíkin Nefertítí er flutt til hans og gerir loppur sínar grænar fyrir Maximusi, sem kærir sig kollóttan um slíka rómantík. Þau Maximus og Nefertítí héldu jólaboð í dag með tuskudýrunum sínum, elgnum, hundinum og að sjálfsögðu jólasveininum. 25.12.2009 18:58 Bátur skemmdist í eldi á Ísafirði Stór bátur skemmdist töluvert þegar eldur kom upp í honum í Ísafjarðarhöfn um tíuleytið í morgun. Að sögn lögreglu á Ísafirði eru helstu skemmdir í stýrishúsi bátsins. 25.12.2009 14:13 Óvissustigi aflétt á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum var aflétt um hádegið. 25.12.2009 13:06 Jólaguðspjallið má ekki gleymast Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að jólaguðspjallið megi ekki gleymast. Hann veltir því fyrir sér hvort það stefni í að eini staðurinn utan heimilanna sem leyfi upprifjun jólaguðspjallsins sé í Kirkjum. 25.12.2009 13:01 Þungfært fyrir vestan Þungfært er um Ísafjarðardjúp. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og verður það ekki opnað í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er á Gemlufallsheiði en þar er verið að hreinsa. Einig er ófært um Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði og er stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærð er á Barðaströnd og ófært um Klettsháls. Þungfært er um strandir og þæfinsfærð um Þröskulda. Ófært er norður í Árneshrepp. 25.12.2009 11:38 Fjölmenni sótti kirkjur á aðfangadagskvöld Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu voru fjölsóttar á aðfangadagskvöldi, segja þeir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prestur í Hallgrímskirkju og sr. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafavogskirkju. Þeir eru sammála um að kirkjusókn aukist sífellt og hafi verið mikil alla aðventuna. 25.12.2009 11:16 Fjögur útköll vegna heimilisófriðar á jólanótt Lögreglan var kölluð út fjórum sinnum vegna heimilisófriðar í nótt. 25.12.2009 10:22 Illfært á Norðurlandi Allir þjóðvegir í kringum Akureyri eru lokaðir vegna mikillar snjókomu í gærkvöldi og í nótt. Unnið er að því að opna þá. Þungfært er innanbæjar og varla færi fyrir fólksbíla þar að sögn lögreglunnar. Verið er að opna fyrir stofnbrautir. Eitt snjóflóð féll á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur um níuleytið í gærkvöld og er lokað þar á milli af þeirri ástæðu. 25.12.2009 10:05 Þéttsetin Fríkirkja Hátt í þúsund manns komu í Fríkirkjuna á aðfangadagskvöld að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar. Hann segir að í 110 ára sögu safnaðarins hafi sjaldan verið önnur eins aðsókn. Aftansöngur jóla var sunginn þaðan klukkan sex. Um Klukkan hálftólf hófst svo miðnæturmessa í kirkjunni og segir Hjörtur Magni að þá hafi hver fermeter í kirkjunni verið nýttur. Páll Óskar Hjálmtýrsson og Monika Abendroth hörpuleikar fluttu tónlist ásamt strengjasveit Önnu Siggu og Fríkirkjukórnum. Það var Hjörtur Magni Jóhannsson sem þjónaði fyrir altari. 25.12.2009 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tólf prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar Tólf prósent þeirra sem þiggja atvinnuleysisbætur eru erlendir ríkisborgarar. Persónuvernd hefur úrskurðað að neteftirlit Vinnumálastofnunar sé lögmætt, en Vinnumálastofnun skoðar sérstaklega ip-tölur þeirra sem þiggja bætur. 28.12.2009 12:15
Slökkviliðsmaður hætt kominn þegar báturinn sökk Slökkviliðsmaður frá Brunavörnum Suðurnesja var hætt kominn þegar gamall eikarbátur sökk í Njarðvíkurhöfn í gær. Vinnufélaga hans tókst með snarræði að bjarga honum á síðustu stundu. 28.12.2009 12:11
Stakk lögregluna af á 185 kílómetra hraða Ökumaður var mældur á 161 kílómetra hraða á Skógasandi á laugardagskvöld og stöðvaði ekki för þegar lögregla gaf honum merki. Hann jók ferðina og náði að komast undan lögreglunni. 28.12.2009 12:06
Opið í Hlíðarfjalli í dag Opið er í Hlíðarfjalli frá klukkan 11 til 19. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum úr fjallinu er átta stiga frost þar núna og logn. Í gær voru um fimmhundruð manns á skíðum í veðurblíðunni og er búist við enn meiri fjölda í dag. 28.12.2009 11:58
Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28.12.2009 11:57
Þráinn hefur ekki gert upp hug sinn Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, segist ekki hafa gert upp hug sinn til frumvarps ríkisstjórnarinnar um Icesave. Alþingi kemur saman eftir hádegi og þá hefst þriðja umræða um frumvarpið. 28.12.2009 11:31
Vel viðunandi bókajól Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar, Brauð og kökubók Hagkaups og matreiðslubók Jóa Fel eru á meðal mest seldu bókanna fyrir þessi jól. Þetta kom fram í máli Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefanda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 28.12.2009 10:44
Gamall bátur sökk í Njarðvíkurhöfn Gamall eikarbátur, sem legið hefur við bryggju í Njarðvíkurhöfn um nokkurt skeið, sökk við bryggjuna í gær og er enn á kafi. Báturinn, sem heitir Svanur KE, um það bil 40 tonn að stærð, hafði verið afskráður sem fiskiskip og stóð til að farga honum. Hann er hinsvegar fyrir í höfninni og þarf að ná honum á flot, áður en hægt verður að farga honum. Ekki er vitað hvers vegna 28.12.2009 10:00
Yfir 5000 manns koma að flugeldasölunni Yfir 5000 manns á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu koma að flugeldasölu síðustu daga fyrir áramót, segir Jón Ingi Sigvaldason, markaðsstjóri hjá Landsbjörgu. 28.12.2009 09:42
Sérsveit kölluð að húsi í Reykjanesbæ Sérsveit lögreglunnar var kölluð að íbúðarhúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi eftir að íbúinn hafði hafði hótað öðrum manni í bænum lífláti. 28.12.2009 08:25
Tertum stolið Brotist var inn í flugeldasölu björgunarsveitanna að Iðuvöllum í Reykjanesbæ í nótt og þaðan meðal annars stolið nokkrum stórum skottertum. Þjófurinn komst undan. 28.12.2009 08:17
Spellvirkjar á ferð Skemmdarvargar stórskemmdu bíl sem skilinn hafði verið eftir utan vegar skammt frá Grindavík upp úr miðnætti. Ökumaður bílsins hafði misst hann út af veginum og hélt fótgangandi til Grindavíkur til að sækja aðstoð. 28.12.2009 08:12
Þrettán boðar Reykhælingum happ Óhappatalan þrettán virðist vera happatala í Reykhólahreppi við Breiðafjörð, því þar hefur íbúum fjölgað um þrettán, þrjú ár í röð. Á sama tíma fækkar íbúum á Vesturlandi, eða um 335 á þessu ári. 28.12.2009 08:08
Haftyrðill berst til landsins Nokkuð er um að haftyrðill hafi borist hingað til lands með norðanáttinni að undanförnu, en heimkynni hans eru á norðurslóðum. 28.12.2009 08:04
Bíógestum brugðið nyrðra Tveimur bíógestum á Akureyri brá í brún þegar þeir sáu hvergi bílinn sinn þegar þeir komu út. Við nánari athugun fannst hann fastur í skafli þar skammt frá og var miði í bílnum þar sem nágranni bíósins tilkynnti að hann hefði dregið bílinn upp í skaflinn, þar sem hann hefði verið fyrir innkeyrslunni hjá sér. 28.12.2009 07:21
Fimm á slysadeild eftir árekstur Fimm voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla á mótum Biskupstungnabrautar og Kiðjabergsvegar í Grímsnesi í gærkvöldi. Eftir því sem næst verður komist slasaðist enginn alvarlega, en bílarnir eru báðir ónýtir og voru þeir fjarlægðir með kranabílum. 28.12.2009 07:19
49 manns með þingsályktunartillögu Alþingi Þingsályktunartillaga um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins liggur nú fyrir Alþingi. 28.12.2009 06:45
Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum atvinnulausra Persónuvernd hefur samþykkt að Vinnumálastofnun fylgist með IP-tölum þeirra sem staðfesta atvinnuleysisskráningu í gegnum heimasíðu stofnunarinnar. Þannig fylgist stofnunin með því hvort tilkynningar berast frá erlendum IP-tölum. 28.12.2009 06:45
Flutti utan og gæti misst stöðu sem bæjarfulltrúi Allt útlit er fyrir að Ásthildur Helgadóttir missi stöðu sína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi þar sem hún flutti lögheimili sitt til Svíþjóðar þegar hún byrjaði í fæðingarorlofi í september. 28.12.2009 06:00
Færri hross en dýrari flutt úr landi á árinu Á árinu voru flutt út 1.589 hross samkvæmt nýjustu útflutningstölum Bændasamtakanna. Þetta er heldur minna en í fyrra, en þá varð mikil aukning. Samdráttur milli ára nemur 10,5 prósentum, en aukningin milli áranna 2007 og 2008 nam nærri fimmtungi. 28.12.2009 05:00
Í óleyfi um ókláruð Héðinsfjarðargöng Nokkuð hefur borið á því að fólk keyri í óleyfi um Héðinsfjarðargöng, að sögn Valgeirs Bergmanns Magnússonar, verkefnastjóra hjá Háfelli. Það sé hættulegt, því þótt búið sé að sprengja göngin verða þau ekki tilbúin fyrr en næsta haust. 28.12.2009 04:00
Skilaréttur neytenda Almennur afgreiðslutími er í flestum verslunum í dag. Búast má við því að margir vilji nota hluta dagsins til að skipta þeim jólagjöfum sem þeir eru ekki alls kostar sáttir við. 27.12.2009 13:16
MP banki styrkir heyrnalausa Starfsmenn MP Banka hafa ákveðið að styrkur bankans árið 2009 sé veittur Félagi heyrnarlausra í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Styrkurinn nemur tveimur milljónum króna. 27.12.2009 14:35
Þarf samþykki til þess að birta leynigögn Fjármálaráðherra segir að sum skjöl sem enn eru óbirt í leynimöppunni á nefndasviði Alþingis séu háð samþykki annarra fyrir birtingu, en einhver þeirra varða milliríkjasamskipti. Þingmenn Hreyfingarinnar vilja aflétta leyndinni og birta öll gögnin. 27.12.2009 13:12
Lottóvinningur gekk ekki út Lottópotturinn verður tvöfaldur í fyrsta útdrætti ársins 2010, því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. 27.12.2009 10:05
Fólk enn þá að skemmta sér - ballgestur sló dyravörð Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið mjög erilsöm og mikið um ölvunarútköll vegna skemmtanahalda í miðborginni. Hann segir útköllin í raun enn vera í gangi, þar sem fólk sé ennþá að skemmta sér. 27.12.2009 09:53
Annað mannskætt ferjuslys á Filippseyjum Tuttugu og tveggja er saknað og lík þriggja barna hafa fundist eftir að farþegaferja sökk norður af Filippseyjum í morgun. 27.12.2009 09:41
Erill hjá lögreglunni á Akureyri Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en margmenni var í bænum. Skemmtanahald fór vel fram að sögn lögreglu og gekk stóráfallalaust fyrir sig. 27.12.2009 09:29
Hálkublettir á Suður- og Vesturlandi Hálkublettir eru sumstaðar á Suðurlandi, einkum á útvegum. Hálkublettir eru einnig nokkuð víða á Vesturlandi samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 27.12.2009 09:17
Sundlaugar í Laugardal og Árbæ opnar Samkvæmt lögum eru skemmtanir, dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum vínveitingastöðum óheimilar frá klukkan 18:00 á aðfangadagskvöldi til sex að morgni annan dags jóla. Í kvöld verður hinsvegar eðlilegur opnunartími á skemmtistöðum borgarinnar. 26.12.2009 12:21
Segir hækkun skólagjalda nauðsynlega Menntamálaráðherra segir að nýsamþykktar breytingar á lögum um framhaldsskóla um hækkun á skólagjöldum nemenda í kvöldskóla hafi verið nauðsynleg aðgerð vegna niðurskurðar. 26.12.2009 12:03
Rólegt hjá lögreglunni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. 26.12.2009 09:58
Skemmtanahald stöðvað á jóladag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skemmtanahald á vínveitingastað í Austurstræti í gærkvöldi. Samkvæmt varðstjóra var um misskilning að ræða en vísa þurfti um 60 gestum út af staðnum. 26.12.2009 09:41
Snjóþungt og ófærð fyrir norðan Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. Færð innan bæjar er erfið fyrir fólksbíla og hefur lögreglan þurft að aðstoða nokkra í morgun. 26.12.2009 09:21
Svangir ferðamenn komu að öllu lokuðu í Skaftafellssýslum Glorhungrað útlent par, sem hvergi fann opinn matsölustað á leið um Skaftafellssýslur, mátti lifa á vatni og einni samloku í á annan sólarhring þar til það knúði dyra á bænum Geirlandi á Síðu á jóladag í fyrra. 25.12.2009 18:45
Maximus og Nefertítí héldu jólaboð Jólin eru haldin hátíðleg á heimili Maximusar eins og fyrri ár en nú hefur fjölgað á heimilinu því tíkin Nefertítí er flutt til hans og gerir loppur sínar grænar fyrir Maximusi, sem kærir sig kollóttan um slíka rómantík. Þau Maximus og Nefertítí héldu jólaboð í dag með tuskudýrunum sínum, elgnum, hundinum og að sjálfsögðu jólasveininum. 25.12.2009 18:58
Bátur skemmdist í eldi á Ísafirði Stór bátur skemmdist töluvert þegar eldur kom upp í honum í Ísafjarðarhöfn um tíuleytið í morgun. Að sögn lögreglu á Ísafirði eru helstu skemmdir í stýrishúsi bátsins. 25.12.2009 14:13
Óvissustigi aflétt á Vestfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum var aflétt um hádegið. 25.12.2009 13:06
Jólaguðspjallið má ekki gleymast Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að jólaguðspjallið megi ekki gleymast. Hann veltir því fyrir sér hvort það stefni í að eini staðurinn utan heimilanna sem leyfi upprifjun jólaguðspjallsins sé í Kirkjum. 25.12.2009 13:01
Þungfært fyrir vestan Þungfært er um Ísafjarðardjúp. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og verður það ekki opnað í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er á Gemlufallsheiði en þar er verið að hreinsa. Einig er ófært um Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði og er stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærð er á Barðaströnd og ófært um Klettsháls. Þungfært er um strandir og þæfinsfærð um Þröskulda. Ófært er norður í Árneshrepp. 25.12.2009 11:38
Fjölmenni sótti kirkjur á aðfangadagskvöld Kirkjur á höfuðborgarsvæðinu voru fjölsóttar á aðfangadagskvöldi, segja þeir sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prestur í Hallgrímskirkju og sr. Vigfús Þór Árnason prestur í Grafavogskirkju. Þeir eru sammála um að kirkjusókn aukist sífellt og hafi verið mikil alla aðventuna. 25.12.2009 11:16
Fjögur útköll vegna heimilisófriðar á jólanótt Lögreglan var kölluð út fjórum sinnum vegna heimilisófriðar í nótt. 25.12.2009 10:22
Illfært á Norðurlandi Allir þjóðvegir í kringum Akureyri eru lokaðir vegna mikillar snjókomu í gærkvöldi og í nótt. Unnið er að því að opna þá. Þungfært er innanbæjar og varla færi fyrir fólksbíla þar að sögn lögreglunnar. Verið er að opna fyrir stofnbrautir. Eitt snjóflóð féll á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur um níuleytið í gærkvöld og er lokað þar á milli af þeirri ástæðu. 25.12.2009 10:05
Þéttsetin Fríkirkja Hátt í þúsund manns komu í Fríkirkjuna á aðfangadagskvöld að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar. Hann segir að í 110 ára sögu safnaðarins hafi sjaldan verið önnur eins aðsókn. Aftansöngur jóla var sunginn þaðan klukkan sex. Um Klukkan hálftólf hófst svo miðnæturmessa í kirkjunni og segir Hjörtur Magni að þá hafi hver fermeter í kirkjunni verið nýttur. Páll Óskar Hjálmtýrsson og Monika Abendroth hörpuleikar fluttu tónlist ásamt strengjasveit Önnu Siggu og Fríkirkjukórnum. Það var Hjörtur Magni Jóhannsson sem þjónaði fyrir altari. 25.12.2009 10:00