Innlent

Fjögur útköll vegna heimilisófriðar á jólanótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan var kölluð út fjórum sinnum vegna heimilisófriðar í nótt.

Þá var brotist inn á tveimur stöðum í borginni. Farið var inn í íbúðarhúsnæði í Árbænum um hálffimmleytið. Húsráðendur höfðu gleymt að læsa að sér og sváfu værum svefni þegar að innbrotsþjófinn bar að garði en húsfreyjan á heimilinu vaknaði við hávaðann í þjófnum. Hann flúði þá af vettvangi en hafði með sér fartölvu. Þá var brotist inn í húsnæði á Ártúnshöfða. Þrennt var handtekið í því innbroti og gistu þau fangageymslur lögreglunnar.

Þá fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í fjögur útköll vegna hávaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×