Innlent

Sundlaugar í Laugardal og Árbæ opnar

Laugardalslaug. Mynd úr safni.
Laugardalslaug. Mynd úr safni.

Samkvæmt lögum eru skemmtanir, dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum vínveitingastöðum óheimilar frá klukkan 18:00 á aðfangadagskvöldi til sex að morgni annan dags jóla. Í kvöld verður hinsvegar eðlilegur opnunartími á skemmtistöðum borgarinnar.

Þá er lokað í Kringlunni í dag en opið verður á morgun frá klukkan 13-18. Í dag verður opið í verslunum Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni, og í flestum verslunum 10-11. Lokað er í Nóatúni og Krónunni.

Þeir sem ætla að skella sér í sund á þessum öðrum degi jóla er bent á að fara í Árbæjarlaug og Laugardalslaug en þar verður opið frá klukkan 12 til 18 í dag. Hinsvegar er lokað í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×