Innlent

MP banki styrkir heyrnalausa

Heiðdís Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka handsala styrkinn.
Heiðdís Eiríksdóttir formaður Félags heyrnarlausra og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka handsala styrkinn.

Starfsmenn MP Banka hafa ákveðið að styrkur bankans árið 2009 sé veittur Félagi heyrnarlausra í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Styrkurinn nemur tveimur milljónum króna.

MP Banki veitir árlegan styrk til góðgerðarfélags sem starfsmenn MP Banka velja með skoðanakönnun.

Félag heyrnarlausra sinnir mikilvægu starfi fyrir stóran hóp heyrnarlausra á öllum aldri, á sér langa sögu og fyrir félaginu liggja stór verkefni framundan þegar félagið heldur upp á 50 ára afmæli sitt í febrúar 2010.

Styrknum fylgir hvatning til félagsins og liðsstyrkur til að sinna af krafti félagsstarfi og fræðslu fyrir heyrnarlausa á öllum aldri á afmælisárinu.

Félag heyrnarlausra veitti styrknum viðtöku í félagsheimili sínu og þakkaði MP banka stuðninginn sem kemur sér einkar vel í því víðtæka starfi sem félagið heldur um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×