Innlent

Svangir ferðamenn komu að öllu lokuðu í Skaftafellssýslum

Það var lítið um brauðmeti hjá fólkinu sem átti leið um Skaftafellssýslur í fyrra. Mynd/ GVA.
Það var lítið um brauðmeti hjá fólkinu sem átti leið um Skaftafellssýslur í fyrra. Mynd/ GVA.
Glorhungrað útlent par, sem hvergi fann opinn matsölustað á leið um Skaftafellssýslur, mátti lifa á vatni og einni samloku í á annan sólarhring þar til það knúði dyra á bænum Geirlandi á Síðu á jóladag í fyrra.

Erla Ívarsdóttir á Geirlandi býst við að hún verði eini ferðaþjónustuaðilinn á svæðinu sem hafi opið um jólin. Reynsla frá síðustu jólum situr í henni.

Þetta var á jóladag í fyrra, um kaffileytið. Við dyrnar stóð ungt par sem var svangt. Það hafði ekki áttað sig á því að allt var lokað, og hvergi hægt að kaupa mat. Frá því á aðfangadagsmorgun hafði það aðeins lifað á vatni og einni samloku, á sama tíma og Íslendingar höfðu setið að veislukrásum.

Erla segir að sér hafi þótt afskaplega miður að sjá fólk sem var nánast að deyja úr hungri. Hún segir að landsbyggðin verði að átta sig á vaxandi vetrarferðamennsku. Ekki bara í nágrenni við sig heldur um land allt. Það vanti einnig að afþreying, eins og söfn, séu höfð opin lengur. Þau loki allt of snemma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×