Innlent

Þéttsetin Fríkirkja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur þjónaði fyrir altari.
Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur þjónaði fyrir altari.
Hátt í þúsund manns komu í Fríkirkjuna á aðfangadagskvöld að sögn Hjartar Magna Jóhannssonar. Hann segir að í 110 ára sögu safnaðarins hafi sjaldan verið önnur eins aðsókn. Aftansöngur jóla var sunginn þaðan klukkan sex.

Um klukkan hálftólf hófst svo miðnæturmessa í kirkjunni og segir Hjörtur Magni að þá hafi hver fermeter í kirkjunni verið nýttur. Páll Óskar Hjálmtýrsson og Monika Abendroth hörpuleikar fluttu tónlist ásamt strengjasveit Önnu Siggu og Fríkirkjukórnum.

Það var Hjörtur Magni Jóhannsson sem þjónaði fyrir altari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×