Innlent

Þungfært fyrir vestan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þarf víða að moka fyrir vestan.
Það þarf víða að moka fyrir vestan.
Þungfært er um Ísafjarðardjúp. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og verður það ekki opnað í dag, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ófært er á Gemlufallsheiði en þar er verið að hreinsa. Einig er ófært um Hálfdán, Mikladal og Kleifarheiði og er stendur mokstur þar yfir. Þæfingsfærð er á Barðaströnd og ófært um Klettsháls. Þungfært er um strandir og þæfinsfærð um Þröskulda. Ófært er norður í Árneshrepp.

Hálka er á Sandsskeiði, Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum. og víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum. Hálkublettir og skafrenningur er á Fróðarheiði. þæfingsfærð er á Bröttubrekku.

Á Norðurlandi eru hálka í Húnavatnssýslum og í kringum Blönduós, snjóþekja og éljagangur er á Vatnsskarði. Ófært er á Öxnadalsheiði og stendur mokstur yfir. Á öllum leiðum í Eyjafirði er þungfært og er verið að hreinsa. Þungfært er á Hólasandi og leiðum í kringum Húsavík en þar er verið að moka. Snjóþekja og éljagangur er á Melrakkasléttu og alla leið á Vopnafjörð.

Á Austurlandi er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Þæfingsfærðu er á Vopnafjarðarheiði. Hálkublettir eru á Fagradal, snjóþekja á Fjarðarheiði og hálka á Oddskarði. Ófært er um Öxi.

Unnið er að undirgöngum undir Vesturlandsveg við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Vegfarendur eru sérstaklega beðnir að virða hámarkshraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×