Innlent

Þarf samþykki til þess að birta leynigögn

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.

Fjármálaráðherra segir að sum skjöl sem enn eru óbirt í leynimöppunni á nefndasviði Alþingis séu háð samþykki annarra fyrir birtingu, en einhver þeirra varða milliríkjasamskipti. Þingmenn Hreyfingarinnar vilja aflétta leyndinni og birta öll gögnin.

Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, hefur sent fjármálaráðherra bréf og ítrekað ósk um að aflétt verði leynd af þeim gögnum um Icesave sem enn eru óbirt. Um er að ræða alls 23 skjöl, en á meðal þeirra er minnisblað um fund með Alistair Darling í Lundúnum 2. september 2008 og samantekt lögmannsstofunnar Lovells um ástæður fjármálaráðuneytis Bretlands fyrir frystingu eigna Landsbankans.

Fjármálaráðherra, segir að sum skjölin séu þess eðlis að samþykki annarra, t.d breskra stjórnvalda, þurfi fyrir birtingu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×