Innlent

Færð á vegum

Hálkublettir eru í uppsveitum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á flestum leiðum. Á Fróðárheiði, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði er skafrenningur og hálkublettir.

Á Vestfjörðum er ófært eða þungfært á flestum aðalleiðum, unnið er að mokstri. Snjóþekja er svo á Gemlufallsheiði og um Þröskulda, hálka er á Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er hálka í Húnavatnssýslu og þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Snjóþekja og skafrenningur er á Vatnsskarði. Ófært er enn um Öxnadalsheiði en unnið er að opnun. Verið er að moka Víkurskarð og flestar aðalleiðir. Snjóþekja er á Mývatnsheiði og þungfært og éljagangur er á Mývatnsöræfum. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er ófært á Möðrudalsöræfum en unnið er að mokstri. Snjóþekja og skafrenningur er á Fjarðarheiði og á Vopnafjarðarheiði en hálka og skafrenningur um Oddskarð. Þungfært er á leiðinni í Borgarfjörð eystri og á fleiri leiðum.Snóþekja eða hálka er víðast hvar. Ófært er um Vatnsskarð eystra, Öxi og Breiðdalsheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×