Innlent

Skemmtanahald stöðvað á jóladag

Austurstræti. Mynd úr safni.
Austurstræti. Mynd úr safni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði skemmtanahald á vínveitingastað í Austurstræti í gærkvöldi. Samkvæmt varðstjóra var um misskilning að ræða en vísa þurfti um 60 gestum út af staðnum.

Samkvæmt lögum eru skemmtanir, dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum vínveitingastöðum óheimilar frá klukkan 18:00 á aðfangadagskvöldi til sex að morgni annan dags jóla.

Forsvarsmenn veitingastaðarins brugðust vel við þegar lögreglan hafði afskipti af staðnum. Varðstjóri sagði að vertinn virtist einfaldlega hafa farið dagavillt.

Annars var rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Einn maður var stöðvaður fyrir ölvunarakstur í nótt en honum var sleppt stuttu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×