Innlent

Snjóþungt og ófærð fyrir norðan

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur talsvert snjóað síðustu daga. Færð innan bæjar er erfið fyrir fólksbíla og hefur lögreglan þurft að aðstoða nokkra í morgun.

Þá er ófært á þjóðvegum í kringum Akureyri en verið er að moka þá vegi nú. Annars var tíðindalaust fyrir norðan í nótt og lögreglan á Selfossi talaði um ein rólegustu jól í manna minnum.

Fyrir vestan er ágætis veður og færðin er hin þokkalegasta. Búið er að moka á milli þéttbýlisstaða en ekki er búið að moka Djúpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×