Innlent

Annað mannskætt ferjuslys á Filippseyjum

Aðstandandi farþega í ferjunni beið upp á von og ótta hvort ástvinur sinn hefði komist af.
Aðstandandi farþega í ferjunni beið upp á von og ótta hvort ástvinur sinn hefði komist af.

Tuttugu og tveggja er saknað og lík þriggja barna hafa fundist eftir að farþegaferja sökk norður af Filippseyjum í morgun.

Sextíu og þremur var bjargað.

Björgunarmenn leita þeirra sem saknað er. Einn farþeganna segir að slysið hafi gerst svo skyndilega að enginn tími hafi verið til að finna björgunarvesti og fólk hafi því stokkið í sjóinn án þeirra.

Grunur leikur á að áhöfnin hafi ekki lokað hurð eða hurðum á ferjunni áður en hún hélt á haf út. Samgönguyfirvöld hafa bannað siglingar annarra ferja fyrirtækisins sem átti ferjuna sem sökk. Ferjuslys eru algeng á Filipseyjum.

Þannig sökk önnur ferja með 73 um borð á aðfangadag en þá fórust 27 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×