Innlent

Jólaguðspjallið má ekki gleymast

Karl Sigurbjörnsson vill að jólaguðspjallið sé í heiðri haft. Mynd/ GVA.
Karl Sigurbjörnsson vill að jólaguðspjallið sé í heiðri haft. Mynd/ GVA.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, segir að jólaguðspjallið megi ekki gleymast. Hann veltir því fyrir sér hvort það stefni í að eini staðurinn utan heimilanna sem leyfi upprifjun jólaguðspjallsins sé í Kirkjum.

Karl vekur athygli á þessu í hugvekju á vefnum tru.is. Hann segir að það hafi leitað á sig þegar hann var viðstaddur friðarstund í ónefndum leikskóla að þar hafi ekkert verið minnst á Betlehem, Maríu eða Jesú. Hann segir að ef það stefni í að kirkjurnar verði eini staðurinn þar sem leyfð verði upprifjun á sögu jólaguðspjallsins, geri það meiri kröfur til heimilianna, og til kirkjunnar.

Jólaguðspjallið má ekki gleymast, segir biskupinn. Hann segir að þar birtist kjarni kristinnar trúar og siðar, guðsmynd og mannskilningur. Karl segir að það hafi að geyma ómetanlegt mótefni gegn ásókn sjálfselsku, græðgi og hroka. Hann segir að foreldrar þurfi að rifja upp og kenna börnum sínum söguna, svo þau geti lært að reiða sig á það sem hún miðlar, lært að treysta því og trúa, að elska lífið og náungann og gleðjast yfir voninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×