Fleiri fréttir

Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni

Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar.

Pólitískar stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins

Næstum því helmingur af öllum stöðuveitingum í æðstu störf ríkisins síðustu ár eru pólitískar. Þetta kemur fram í tveimur rannsóknum sem Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í fjölmiðlafræði kynnti í gær.

100 þúsund Íslendingar á McDonalds í vikunni

Tæplega 100 þúsund Íslendingar hafa farið á McDonalds í vikunni til að kveðja hamborgarastaðinn sem lokar nú á miðnætti. Eigandi staðarins hefur farið í viðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum heims en brotthvarf veitingakeðjunnar er orðið eitt stærsta fréttamál sem komið hefur frá Íslandi á þessu ári.

Fjörutíu á Landspítalanum vegna svínaflensu

Fjörutíu manns liggja á Landspítalanum vegna svínaflensunnar þar af tíu á gjörgæslu. Flestir sem eru á gjörgæslu eru um fimmtugt, yngsti sjúklingurinn er tveggja ára og sá elsti um áttrætt.

Furða sig á misrétti í Háskóla Íslands

Stjórn Ungra vinstri grænna lýsir furðu sinni á því misrétti sem viðhefst milli trúarhópa í Háskóla Íslands. Í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga hefur komið fram að í skólanum sé aðstaða til trúariðkunar, en aðeins í formi kapellu fyrir þá sem játa kristna trú. Múslimar hafa að vísu fengið aðgang að kapellu þessari um tíma en nú hefur verið tekið fyrir að aðrir trúarhópar en kristnir fái að nýta hana.

Hefur mætt á 50% funda í Skipulagsráði

Framsóknarmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur mætt á 18 af þeim 36 fundum sem hann hefur átt að sitja í Skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Alls hafa verið haldnir 43 fundir síðan Sigmundur var kosinn í ráðið þann 21.ágúst 2008 en hann var í leyfi á 7 af þeim fundum. Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í ráðinu kölluðu eftir yfirliti um fundarsetu Sigmundar á síðasta fundi.

Rjúpnaskytta varð fyrir slysaskoti

Rjúpnaskytta varð fyrir slysaskoti við veiðar á Bjarnarfelli í Laxárdal í Dölum fyrr í dag. Veiðifélagar mannsins höfðu samband við Neyðarlínuna og létu vita.

Flutt á slysadeild eftir árekstur

Stúlka var flutt með sjúkrabíl á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bíldshöfða í hádeginu í dag. Keyrt var inn í hlið á bíl og þurfti að hreinsa upp töluvert af olíu á vettvangi að sögn slökkviliðsins.

Verðlaunaður fyrir framlag sitt til læknavísindanna

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og prófessor við Háskóla Íslands tók í gær við Anders Jahre verðlaununum sem veitt eru árlega í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi árangur við rannsóknir í læknavísindum á Norðurlöndum.

Sígarettuþjófar aftur á ferð á Selfossi

Í nótt var brotist inn í Vínbúðina við Vallholt á Selfossi og þaðan stolið 300 lengjum af vindlingum. Þjófarnir komust inn í húsið með því að brjóta rúðu á bakhlið þess og skríða þar inn. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær í nótt innbrotið átti sér stað né hverjir voru þar að verki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Davíð Oddsson fær ókeypis hamborgara

Í dag er síðasta tækifærið til þess að fá sér McDonalds á Íslandi en eins og kunnugt er mun nýr hamborgarastaður koma í stað þess fornfræga og opna formlega á morgun. Sá mun bera nafnið Metro og opna á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Einum í hópnauðgunarmálinu sleppt

Einn af þeim sex ungu mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarna daga vegna aðildar að hrottafengnu hópnauðgunarmáli í Bandaríkjunum var sleppt úr haldi í morgun.

Piltarnir fundnir

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsti í morgun eftir tveimur piltum sem struku af meðferðarheimilinu Árborg við Húsavík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þeir eru nú komnir í leitirnar að sögn lögreglu.

Rólegt hjá lögreglunni um allt land

Nóttin virðist hafa verið nokkuð róleg hjá helstu lögregluembættum landsins í nótt. Á Akranesi var þó töluvert um ölvun í bænum og mikið af fólki. Í gærkvöldi opnaði nýr skemmtistaður í bænum auk þess sem fjölbrautarskólinn var með ball. Engin teljandi vandræði þar að sögn lögreglu.

Um 1.100 uppvís að því að svíkja út bætur

Um ellefu hundruð manns hafa orðið uppvísir að því að svíkja út atvinnuleysisbætur síðustu tvo mánuði. Vinnumálastofnun hóf nýverið sérstakt eftirlit með slíkum svikum. Þetta kom fram í máli Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar í gær.

Vilja að dómarinn víki sæti

Lögmenn Árna M. Mathiesen og íslenska ríkisins kröfðust þess fyrir dómi í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti í skaðabótamáli sem Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara.

Höftum létt af innstreymi gjaldeyris

Búist er við að Seðlabankinn kynni í dag ákvörðun um að stigið verði fyrsta skrefið í áætlun bankans um afnám gjaldeyrishafta. Með því yrðu afnumin höft af innstreymi erlends gjaldeyris sem ætlað er í nýjar fjárfestingar.

Lögreglumenn vilja Ísland úr Schengen

Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða vilja að Ísland hætti þátttöku í Schengen-samstarfinu og taki í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður en til Schengen-aðildar kom 2001.

Eiginfjárstöðu og gengishruni að kenna

Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, segir að vegna veikrar eiginfjárstöðu sveitarfélagsins hafi hrunið á gengi krónunnar valdið meiri skaða á efnahag Álftaness en flestra annarra sveitarfélaga. Álftanes hefur nú óskað eftir aðstoð Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga við að greiða úr miklum fjárhagsvanda.

Meirihlutann skortir kjark

„Þessi áætlun tekur ekkert á breyttri og verri stöðu bæjarsjóðs og virðist meirihlutinn ekki hafa kjark til taka á brýnum málum hvað varðar fjárhag bæjarins,“ segir í bókun sem bæjarfulltrúar minnihluta Neslistans lögðu fram á síðasta bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi. Þar var kynnt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2010 til 2012.

Aldrei fleiri flensusjúklingar á spítala

Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður.

Úrræði vegna skuldavanda

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra skrifar í dag undir samkomulag við fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og Íbúðalánasjóð um úrræði vegna skuldavanda heimilis og einstaklinga. Þau taka strax gildi.

Ekki sameiginlegt mat á Suðvesturlínu

Skipulagsstofnun hefur, í annað sinn, úrskurðað að ekki þurfi að fara fram sameiginlegt mat umhverfisáhrifa Suðvesturlínu. Stofnunin hafði úrskurðað þess efnis í mars, en Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra felldi þann úrskurð úr gildi og bað um nýjan, sem nú er fallinn á sama veg. Hægt er að kæra ákvörðunina til umhverfisráðherra til 4. desember.

Enn er fjallað um brotthvarf McDonalds

Frá því að fregnir bárust af því í byrjun vikunnar um að McDonalds hyggist loka stöðum síðum hér á landi hafa birst fjölmargar fréttir í erlendum fjölmiðlum þar sem fjallað er um brotthvarfið. Slíkar fréttir eru enn að birtast, nú síðast hjá Reuters fréttaveitunni.

Ræða kosti og galla fiskveiðistjórnunarkerfa

Fiskveiðistjórnunarkerfi Vestur-Norðurlanda verða tekin til skoðunar á þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins á Íslandi í júní á næsta ári. Það tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Stokkhólmi. Hún segir að ráðstefnan muni bjóða upp á beinan samanburð á kvótakerfunum á Íslandi og Grænlandi og sóknardagakerfinu í Færeyjum, með hliðsjón af þáttum eins og verndunarsjónarmiðum og arðsemi, að fram kemur í tilkynningu frá Vestnorræna ráðinu.

Embætti landlæknis auglýst laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti landlæknis. Matthías Halldórsson var skipaður tímabundið í embættið í nóvember á síðasta ári þegar að Sigurður Guðmundsson lét af störfum til að taka við sem forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Skipun Matthíasar var síðar framlengt.

Þriðjungur þeirra sem greinast með inflúensu eru börn

Upp undir þriðjungur þeirra sem hafa greinst með inflúensu í mánuðinum, eru börn á aldrinum núll til níu ára. Sóttvarnaryfirvöld kunna engar skýringar á þessu. Hér er átt við þá sem hafa greinst með inflúensulík einkenni, en margir þeirra kynnu að hafa fengið svínaflensu. Fjarvistum ungmenna í grunnskólum landsins hefur samfara þessu fjölgað mjög í mánuðinum.

Flóknum tölfræðiútreikningum ætlað að sanna sekt í smyglmáli

Doktor í afbrotafræðum var kallaður til í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en flóknir tölfræðiútreikningar eru á meðal þess sem eiga að sanna sekt Gunnars Viðars Árnasonar sem sagður er hafa flutt inn sex kíló af amfetamíni með hraðsendingu.

Jón Ásgeir og fjölskylda hafa fjóra mánuði

Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa tæpa fjóra mánuði til að koma með sjö og hálfan milljarð króna inn í móðufélag Haga. Að öðrum kosti mun Kaupþing eignast félagið og þar með Haga sem er stærsta smásölufyrirtæki landsins.

Ábatasöm útrás skurðlæknis

Ábatasöm útrás íslensks skurðlæknis og sérfræðings í magahjáveituaðgerðum skilar Norðurlandi eystra milljónatugum í skatttekjur þessu ári. Fjögur þúsund sjúklingar leggjast undir hnífinn hjá fyrirtækinu í ár.

Telur lán Glitnis til barna vera lögbrot

Ólögráða barn fékk 24 milljóna króna lán hjá Glitni Hæsta lánið sem barni var veitt fyrir kaupum í stofnfjáraukningu í Byr fyrir tveimur árum nam tuttugu og fjórum milljónum króna. Lögbrot segir umboðsmaður barna, mistök segir bankastjóri Íslandsbanka.

Háskólinn gerir ekki ráð fyrir veikindum vegna svínaflensunnar

„Þetta mun koma sér mjög illa af mörgum ástæðum en sterkast vega líklega þau rök að fólk fær ekki greidd út námslánin sín fyrr en um vorið lendi þau í veikindum eða falli og nú má búast við mun meiri veikindaforföllum í prófunum vegna svínaflensufaraldursins,“ segir Hildur Björnsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem er allt annað en sátt með ákvörðun fimm deilda sem hafa ákveðið að afnema sjúkra- og upptökupróf í janúar og júní. Hún segir að stúdentaráð telji að um lögbrot sé að ræða.

Lögregla lagði hald á þrjár byssur

Annasamt hefur verið hjá lögreglunni á Selfossi í dag en rjúpnaveiðitímabilið er nýhafið. Kalla þurfti út björgunarsveitarmenn vegna týndrar rjúpnaskyttu og þá lagði lögregla hald á þrjú skotvopn.

Vill hóflega vegtolla til að byggja upp vegakerfið

„Mér finnst þessi hugmynd þess virði að hún sé skoðuð," segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður samgöngunefndar Alþingis um vegtolla á helstu stofnbrautir.

Mikilvægt að halda fólki í ráðningarsambandi

„Það sem okkur hefur þótt mikilvægast er að fólk haldi starfi með þeim ráðum sem tiltæk eru og að stofnanir geri allt sem hægt er áður en það er farið að fækka fólki eingöngu af sparnaðarástæðum," segir Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Í pistli á vef Landspítalans biður forstjóri spítalans þá starfsmenn sem geta tekið út lífeyrisréttindi að íhuga það að minnka við sig vinnu.

Keyrði á Rjómu og þarf að borga helming

Ökumaður flutningabifreiðar skal deila helmingi eignatjóns sem varð á framhluta bifreiðarinnar þegar hann ók á hryssuna Rjómu á leið sinni vestur Snæfellsveg í Staðarsveit í nóvember 2008.

Flest svínaflensutilfelli greinast í ungum börnum

Langflest svínaflensutilfelli hérlendis, undanfarna daga og vikur, greinast hjá börnum á aldrinum 0-9 ára. Þetta er marktæk breyting frá því í júlí og ágúst, þegar flestir sem veiktust voru á aldrinum 15-30 ára, Þetta kemur fram í gögnum sem Guðrún Sigmundsdóttir,

Hvetur eldri starfsmenn til að minnka við sig vinnu

Björn Zoëga forstjóri Landspítala hvetur starfsmenn spítalans, sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi sem hægt er að taka út, að velta fyrir sér að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti.

Eldvarnareftirlitið fjarlægði eldfiman köngulóarvef

„Þeir kíktu hingað á miðvikudagsmorgninum og sáu þá köngulóarvefinn. Þeir eru sem betur fer að vinna vinnuna sína,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson en eldvarnareftirlitið tók út skemmtistaðinn NASA vegna skreytinga fyrir hrekkjavökuball ársins sem verður haldið annað kvöld.

Áhrif framkvæmda sem tengjast Suðvesturlínu ekki metin á ný

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að ekki skuli meta umhverfisáhrif Suðvesturlínu, ásamt mati á áhrifum annarra framkvæmda sem henni tengjast. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Umhverfisráðherra fól stofnuninni að meta hvort svo skyldi gera. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra. Kærufrestur rennur út fjórða desember.

„Icesave hinn fullkomni innistæðureikningur“

„Icesave er hinn fullkomni innistæðureikningur fyrir mannkynið,“ segir í Icesave auglýsingu sem gerð hefur verið opinber á netinu. Auglýsingin er sögð hafa verið gerið skömmu fyrir bankahrunið.

Sjá næstu 50 fréttir