Innlent

Keyrt fyrir bíl gegn rauðu ljósi

Á Sæbraut .Tveir fólksbílar eru mikið skemmdir eftir árekstur í gær.
Fréttablaðið/Anton
Á Sæbraut .Tveir fólksbílar eru mikið skemmdir eftir árekstur í gær. Fréttablaðið/Anton

Ökumenn tveggja bíla sluppu án alvarlegra meiðsla þegar bílar þeirra skullu saman á Sæbraut í gær.

Áreksturinn varð ofan við Holtagarða um klukkan níu í gærmorgun. Málið er enn í rannsókn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ljóst að öðrum bílnum hefur verið ekið yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Sæbrautar og Holtavegar. Bílarnir eru stórskemmdir. Ökumennirnir voru fluttir á sjúkrahús með meiðsl á hálsi og baki.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×