Vilja að dómarinn víki sæti 31. október 2009 07:00 Árni m. Mathiesen. Sem settur dómsmálaráðherra skipaði Árni Þorstein Davíðsson í embætti héraðsdómara. Lögmenn Árna M. Mathiesen og íslenska ríkisins kröfðust þess fyrir dómi í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti í skaðabótamáli sem Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Guðmundur sótti um dómaraembætti við Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007 og þótti mjög vel hæfur, eins og tveir aðrir umsækjendur. Árni M. Mathiesen, þá settur dómsmálaráðherra vegna vanhæfis Björns Bjarnasonar, skipaði hins vegar Þorstein Davíðsson í embættið. Þorsteinn var metinn tveimur hæfisflokkum neðar en hinir þrír. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið það álit sitt á málinu að annmarkar hafi verið á öllum þáttum skipunarinnar og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Guðmundur fór í kjölfarið í skaðabótamál, bæði gegn ríkinu og Árna sjálfum. Hann krefst fimm milljóna króna í bætur. Segir hann í stefnu að Árni hafi með ráðningunni sýnt honum takmarkalausa lítilsvirðingu, niðurlægt hann opinberlega, vegið að starfsheiðri hans og með valdníðslu vegið að æru hans og persónu. Karl Axelsson og Skarphéðinn Þórisson, lögmenn ríkisins og Árna, kröfðust þess í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti við meðferð málsins vegna viðtals sem hún veitti Ríkisútvarpinu þegar málið var í hámæli í janúar 2008. Í viðtalinu ræddi Sigríður á almennum nótum um það að almenningur þyrfti að geta treyst því að staðið væri faglega að dómaraskipunum. Þótt ráðherra hefði endanlegt skipunarvald þyrfti hann að halda sig innan eðlilegra marka og fara eftir faglegum sjónarmiðum. Lögmenn stefndu telja að andinn í viðtalinu hafi verið slíkur að hann gefi tilefni til að krefjast þess að hún víki. Lögmaður Guðmundar mótmælti kröfunni. - sh Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Lögmenn Árna M. Mathiesen og íslenska ríkisins kröfðust þess fyrir dómi í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti í skaðabótamáli sem Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður hefur höfðað vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Guðmundur sótti um dómaraembætti við Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007 og þótti mjög vel hæfur, eins og tveir aðrir umsækjendur. Árni M. Mathiesen, þá settur dómsmálaráðherra vegna vanhæfis Björns Bjarnasonar, skipaði hins vegar Þorstein Davíðsson í embættið. Þorsteinn var metinn tveimur hæfisflokkum neðar en hinir þrír. Umboðsmaður Alþingis hefur gefið það álit sitt á málinu að annmarkar hafi verið á öllum þáttum skipunarinnar og að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Guðmundur fór í kjölfarið í skaðabótamál, bæði gegn ríkinu og Árna sjálfum. Hann krefst fimm milljóna króna í bætur. Segir hann í stefnu að Árni hafi með ráðningunni sýnt honum takmarkalausa lítilsvirðingu, niðurlægt hann opinberlega, vegið að starfsheiðri hans og með valdníðslu vegið að æru hans og persónu. Karl Axelsson og Skarphéðinn Þórisson, lögmenn ríkisins og Árna, kröfðust þess í gær að Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari viki sæti við meðferð málsins vegna viðtals sem hún veitti Ríkisútvarpinu þegar málið var í hámæli í janúar 2008. Í viðtalinu ræddi Sigríður á almennum nótum um það að almenningur þyrfti að geta treyst því að staðið væri faglega að dómaraskipunum. Þótt ráðherra hefði endanlegt skipunarvald þyrfti hann að halda sig innan eðlilegra marka og fara eftir faglegum sjónarmiðum. Lögmenn stefndu telja að andinn í viðtalinu hafi verið slíkur að hann gefi tilefni til að krefjast þess að hún víki. Lögmaður Guðmundar mótmælti kröfunni. - sh
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira