Innlent

Sígarettuþjófar aftur á ferð á Selfossi

Sígarettur
Sígarettur
Í nótt var brotist inn í Vínbúðina við Vallholt á Selfossi og þaðan stolið 300 lengjum af vindlingum. Þjófarnir komust inn í húsið með því að brjóta rúðu á bakhlið þess og skríða þar inn. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvenær í nótt innbrotið átti sér stað né hverjir voru þar að verki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi.

Í byrjun september var brotist inn í Vínbúðina og þaðan teknir tveir kassar af sígarettum.



Lögreglan biður alla þá sem orðið hafa varir við grunsamlegar mannaferðir við Vínbúðina á Selfossi í nótt að hafa samband í síma 480 1010.




Tengdar fréttir

Stálu sígarettum í innbroti á Selfossi

Laust eftir miðnætti í gær var brotist inn í Vínbúðina á Selfossi að sögn lögreglu. Þjófarnir höfðu á brott með sér tvo kassa af sígarettum en þeir komust undan. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×