Dæla vatni í jörðina til að lengja líftíma orkusvæðis 31. október 2009 06:00 Albert Albertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HS Orku HS Orka dælir nú niður vatni í jörðina til að vinna á móti þrýstilækkun, lægra vatnsborði undir jörð, í Svartsengi og í Reykjanesvirkjun. Vatnsborðið í eftirlitsholum HS Orku í Svartsengi hefur lækkað um 320 metra frá því vinnsla hófst þar. Í miðju svæðisins á Reykjanesi, þar sem vinnsluholurnar eru, hefur það einnig lækkað um 320 metra. En í jaðri svæðisins á Reykjanesi mælist lækkunin tvö hundruð metrar og er það meðalþrýstilækkun svæðisins. Þessar þrýstingsmælingar eru metnar í börum: 32 bör og 20 bör. „Niðurdrátturinn hefur orðið sneggri í jarðhitakerfum á Reykjanesi en víðast í jarðhitakerfum á Íslandi. En hann er minni en í Svartsengi og hann er meira en tvöfalt minni en þekkist í rekstri jarðhitakerfa erlendis," segir Albert Albertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HS Orku, en þessar tölur um þrýstilækkun eru fengnar þaðan. Albert segir að með niðurdælingunni megi stýra þessari lækkun, stöðva og jafnvel draga hana til baka. Spurður hvort til standi að draga lækkunina til baka, segir hann: „Við ætlum að stýra lækkuninni og nýta svæðið á besta hugsanlega máta og lengja líftíma þess eins og hægt er. Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram að það sé ekki nægur varmaforði í berginu. Spurningin er um vökvann sem nemur varmann úr berginu og við tökum upp til yfirborðs, að það sé gengið á þennan vökvaforða. En með niðurdælingunni höldum við honum við." Albert segir að þegar rætt sé um lækkun á vatnsborði gleymist að taka með í reikninginn að enginn viti í raun um hversu mikið dýpi sé að ræða: „Við höfum ekki rannsóknir og þá fyrst og fremst rannsóknarboranir, sem segja okkur hversu stór þessi tunna er. Hún er allavega stærri en við gerum ráð fyrir. Ef unnt væri að svara þessari spurningu, þá væri hægt að gera sér grein fyrir hvort þessi vatnsborðslækkun væri mikil eða lítil, miðað við dýpt tunnunnar." klemens@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
HS Orka dælir nú niður vatni í jörðina til að vinna á móti þrýstilækkun, lægra vatnsborði undir jörð, í Svartsengi og í Reykjanesvirkjun. Vatnsborðið í eftirlitsholum HS Orku í Svartsengi hefur lækkað um 320 metra frá því vinnsla hófst þar. Í miðju svæðisins á Reykjanesi, þar sem vinnsluholurnar eru, hefur það einnig lækkað um 320 metra. En í jaðri svæðisins á Reykjanesi mælist lækkunin tvö hundruð metrar og er það meðalþrýstilækkun svæðisins. Þessar þrýstingsmælingar eru metnar í börum: 32 bör og 20 bör. „Niðurdrátturinn hefur orðið sneggri í jarðhitakerfum á Reykjanesi en víðast í jarðhitakerfum á Íslandi. En hann er minni en í Svartsengi og hann er meira en tvöfalt minni en þekkist í rekstri jarðhitakerfa erlendis," segir Albert Albertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri HS Orku, en þessar tölur um þrýstilækkun eru fengnar þaðan. Albert segir að með niðurdælingunni megi stýra þessari lækkun, stöðva og jafnvel draga hana til baka. Spurður hvort til standi að draga lækkunina til baka, segir hann: „Við ætlum að stýra lækkuninni og nýta svæðið á besta hugsanlega máta og lengja líftíma þess eins og hægt er. Ég hef ekki heyrt neinn halda því fram að það sé ekki nægur varmaforði í berginu. Spurningin er um vökvann sem nemur varmann úr berginu og við tökum upp til yfirborðs, að það sé gengið á þennan vökvaforða. En með niðurdælingunni höldum við honum við." Albert segir að þegar rætt sé um lækkun á vatnsborði gleymist að taka með í reikninginn að enginn viti í raun um hversu mikið dýpi sé að ræða: „Við höfum ekki rannsóknir og þá fyrst og fremst rannsóknarboranir, sem segja okkur hversu stór þessi tunna er. Hún er allavega stærri en við gerum ráð fyrir. Ef unnt væri að svara þessari spurningu, þá væri hægt að gera sér grein fyrir hvort þessi vatnsborðslækkun væri mikil eða lítil, miðað við dýpt tunnunnar." klemens@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira