Innlent

Einum í hópnauðgunarmálinu sleppt

Salvador Rodriguez er talinn hafa stjórnað árásinni.
Salvador Rodriguez er talinn hafa stjórnað árásinni.
Einn af þeim sex ungu mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarna daga vegna aðildar að hrottafengnu hópnauðgunarmáli í Bandaríkjunum var sleppt úr haldi í morgun.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum en 15 ára stúlku var hópnauðgað fyrir utan skóla hennar þegar hún ætlaði að sækja þar skólaball.

Allt að tíu einstaklingar til viðbótar eru sagðir hafa staðið hjá, fylgst með og jafnvel myndað ódæðið með símum sínum. Sem fyrr segir hefur einum hina sex grunuðu verið sleppt úr haldi en hinir fimm sem eftir sitja, og eru á aldrinum 15 til 19 ára, hafa verið ákærðir fyrir þátt sinn í nauðguninni.


Tengdar fréttir

Tveggja klukkustunda hópnauðgun

Bandaríkjamenn eru sem þrumu lostnir yfir tveggja klukkustunda hópnauðgun á fimmtán ára stúlku, sem fjöldi manns horfði á án þess að aðhafast nokkuð annað en taka myndir af ódæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×