Innlent

Furða sig á misrétti í Háskóla Íslands

Jan Eric Jessen formaður UVG.
Jan Eric Jessen formaður UVG.
Stjórn Ungra vinstri grænna lýsir furðu sinni á því misrétti sem viðhefst milli trúarhópa í Háskóla Íslands. Í umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga hefur komið fram að í skólanum sé aðstaða til trúariðkunar, en aðeins í formi kapellu fyrir þá sem játa kristna trú. Múslimar hafa að vísu fengið aðgang að kapellu þessari um tíma en nú hefur verið tekið fyrir að aðrir trúarhópar en kristnir fái að nýta hana.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Uvg. Þá segir að ennfremur hafi komið fram að hæstráðendur skólans hyggist bæta úr þessu með því að koma upp sameiginlegri aðstöðu fyrir alla trúarhópa, að því undanskyldu að þeir sem tilheyra evangelísk-lúthersku kirkjunni fá að halda sinni sérsöku aðstöðu í kapellunni.

„Stjórn Ungra vinstri grænna gagnrýnir þessi áform harðlega, þar sem að greinilegt er að verið sé að mismuna fólki eftir trú þess. Stjórn Ungra vinstri grænna telur það ekki vera hlutverk Háskóla Íslands að byggja upp aðstöðu til trúarlegrar tilbeiðslu, slíkt á að vera á könnu trúfélaga en ekki menntastofnana. Því telur stjórn Ungra vinstri grænna það farsælast í stöðunni að öll aðstaða til trúariðkunar verði lögð niður innan veggja HÍ. Auk þess sparast þar með pláss sem nýta má fyrir alla nemendur skólans - ekki veitir af."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×