Fleiri fréttir

Piparkökubær endurreistur

Íbúar í Bergen vinna nú hörðum höndum að því að endurreisa piparkökubæinn sem lagður var í rúst aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að margir leggi hönd á plóginn er samt ljóst að bærinn verður ekki opnaður nú um helgina heldur í næstu viku.

Stundum allar tegundir mjalta

Yfir helmingur mjólkurkúa eru í svonefndum lausagöngufjósum og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri samantekt sem unnin hefur verið fyrir Landssamband kúabænda (LK). „Kýr í lausagöngu eru að jafnaði afurðahærri en kýr í básafjósum,“ segir á vef LK.

Nóg af síld en hún er torveidd

Skip HB Granda hafa lokið við að veiða þann 4.500 tonna síldarkvóta sem kom í hlut félagsins við ákvörðun sjávarútvegsráðherra á 40 þúsund tonna aflamarki á veiðum á íslensku sumargotssíldinni fyrr í þessum mánuði.

Skerðing á fæðingarorlofi bitnar frekar á körlunum

Fyrirhuguð skerðing á fæðingarorlofsgreiðslum gengur gegn markmiðum laganna um slíkar greiðslur, að mati Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. Hún bendir á að markmið laganna sé annars vegar að tryggja börnum aðgengi að foreldrum sínum og hins vegar að jafna stöðuna á vinnumarkaði.

12 ára á neyðarmóttöku eftir partí

Allt niður í tólf ára stúlkubörn hafa leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana á Landspítala eftir að hafa verið í partíum eða kynnst einhverjum á Netinu. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar.

Skatttekjur hafa lækkað í kreppunni

Skatttekjur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) drógust saman í takt við efnahagsþrengingar síðasta árs, samkvæmt nýbirtum tölum.

Fá hvorki jólagjöf né veitingahúsaferð

„Að gefnu tilefni skal á það minnt að stjórnendum vinnustaða Reykjavíkurborgar er óheimilt að verja fjármunum vinnustaða til að bjóða starfsmönnum á jólahlaðborð veitingastaða eða til að kaupa jólagjafir. Hafi slíkt tíðkast áður, ber að láta af þeim sið,“ segir í bréfi til sviðsstjóra og starfsmannastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Kveikti í íbúð og setti bíl í sjóinn

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að kveikja í fatahrúgu innan dyra og stökkva síðan út úr bíl sem hann ók að höfninni á Hvammstanga, þannig að bíllinn rann út í sjó.

Sveitarfélög vilja fá endurgreiðslu

Sveitarfélögin fá væntanlega endurgreidda þá hækkun tryggingagjalds sem fellur á þau um áramótin. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sambandið vilji að sveitarfélögin leggi út hækkað gjald en fái hækkunina endurgreidda úr ríkissjóði.

Sjá viðskipavini sem vinahóp

Síminn hóf í gær að bjóða upp á farsímaþjónustuna Ring, sem sérstaklega er gerð með þarfir ungs fólks í huga. „Við lítum ekki á Ring sem hefðbundna farsímaþjónustu heldur stuðning við vinahóp. Notendurnir eru hópur sem talar saman, fer út að borða og í bíó,“ segir Sigurður Hjaltalín Þórisson, vörustjóri Ring hjá Símanum. „Allt er gert svo vinahópurinn geti verið saman.“

Fjöldi á biðlista á Akureyri

Alls eru 26 manns á biðlista á Akureyri eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða. Þetta kom fram í máli Önnu Maritar Níelsdóttur félagsráðgjafa á fundi félagsmálaráðs Akureyrar.

603,5 milljónir voru greiddar

Kröfur sem lýst var í þrotabú V & Þ hf. (áður Vélar og þjónusta) námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. 603,5 milljónir króna fengust upp í kröfur, eða 45,9 prósent.

57 milljarðar spöruðust í fyrra

Íslenskt samfélag sparaði sér 57 milljarða króna árið 2008 með því að nýta jarðhita til húshitunar miðað við hvað kostað hefði að kynda hús með olíu. Þetta er niðurstaða útreikninga sem Orkustofnun hefur gert.

Undirskrifasöfnun hafin gegn Icesave

InDefence-hópurinn hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem forseta Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er hvattur til þess að synja lögum staðfestingar varðandi Icesave verði þau samþykkt á Alþingi. Undirskriftasöfnunin hófst í kvöld.

Meiri skít á landið, segir landgræðslustjóri

Íslendingar gætu sparað sér tug milljóna króna áburðarkaup á ári með því að nota fremur skít, - öðru nafni lífrænan úrgang. Þetta segir Landgræðslan sem hvetur til þess með ráðstefnu í Gunnarsholti á morgun að landsmenn nýti skítinn betur.

Boðar hert lög gegn umhverfissóðum

Vernd náttúru og umhverfis er aukin til mikilla muna með nýju frumvarpi umhverfisráðherra um ábyrgð þess sem veldur umhverfistjóni frá ákveðinni starfsemi, segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Sendinefnd AGS væntanleg

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til Íslands í næstu viku til viðræðna við ríkisstjórnina og fleiri. Nefndin hyggst beina athygli sinni að endurreisn fjármálakerfisins og ræða um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og sjóðsins.

Ríkisstjórnarfundur í kvöld

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í kvöld í forsætisráðuneytinu til að afgreiða þau frumvörp sem stjórnin hyggst leggja fyrir Alþingi áður en þingmenn fara í jólaleyfi. Fundartíminn er heldur óvenjulegur en ríkisstjórnarfundir eru að jafnaði haldnir á þriðjudags- og föstudagsmorgnum.

Niðurskurðurinn bitnar á frístundaheimilum

Vinstri grænir í Reykjavík gera alvarlegar athugsemdir við fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2010. Ljóst sé að niðurskurður á sviðinu komi til með að bitna að einna verst á frístundaheimilum. Vinstri grænir vilji hækka útsvarsprósentuna.

Ástand raflagna reglulega yfirfarið í leikskólum

Viðhald raflagna í fasteignum er mikilvægt og hjá Reykjavíkurborg eru þessi mál í ákveðnum farvegi, að fram kemur í tilkyniningu frá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar.

UNIFEM á Íslandi fagnar 20 ára afmæli sínu í dag

Í dag fagnar UNIFEM á Íslandi 20 ára afmæli sínu en þessi dagur er einnig alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Á sama tíma er því fagnað að Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á 30 ára afmæli.

Arion banki tryggi að íbúðalán Skagamanna versni ekki

Bæjarstjórn Akraness segir að með lokun útibús Arion banka, áður Kaupþings, í bæjarfélaginu skerðist þjónusta bankans mjög og ekki sé boðlegt að vísa fólki til annarra byggðarlaga til þess að sækja daglega bankaþjónustu.

Jóhanna tók djúpt í árinni um Suðvesturlínu

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á þingfundi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði tekið djúpt í árinni með ummælum sínum um Suðvesturlínu um helgina.

Mikilvægt að bankar fari að reglum

Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir afar mikilvægt að settar verði leikreglur um fjárhagslega endurskipulagningu bankanna. Hún hefur boðað Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á fund nefndarinnar á morgun.

Ljósaganga farin til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum

Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 19. sinn. Átakinu verður formlega ýtt úr vör með Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða.

Þjóðarhagur ætti frekar að opna nýja verslunarkeðju

Ef Þjóðarhagur er að hugsa um hagsmuni neytenda ættu þeir frekar að opna nýja verslanakeðju en að reyna að kaupa Haga, segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Það væri heppilegra fyrir neytendur og markaðinn í heild að fá nýja aðila inn.

Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn

BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum.

Jóhanna ræðir Icesave þegar hennar tími er komin

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki ætla að ræða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyrr en hennar tími sé kominn. Forsætisráðherra hefur enn ekki tekið til máls um frumvarpið sem nú er í annarri umræðu.

Nauðgunum á skemmtistöðum hefur fjölgað

Hópnauðgunum og nauðgunum á skemmtistöðum fer fjölgandi hér á landi. Meiri en þriðjungur þeirra sem leita til Neyðarmóttöku vegna nauðgana eru 18 ára og yngri, eða 37%. Þetta kemur fram í svari Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Önnu Pálu Sverrisdóttur, þingmanns Samfylkingar.

Heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fjölgar á ný

Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgar á nýjan leik. Árið 2008 fengu 5029 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 749, eða 17,5%, frá árinu áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en stofnunin hefur allt frá árinu 1987 leitað slíkra upplýsinga frá sveitarfélögum.

Deilt um prjóna og Facebook á bæjarstjórnarfundi

Tveir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði deildu um prjóna og samskiptavefinn Facebook á fundi bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði áhugaleysi bæjarfulltrúa meirihlutans með ólíkindum. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar svaraði um hæl og sagðist vera ofvirk og eiga auðveldara með að halda athygli þegar hún prjónar. Ekkert af þessu var þó bókað í fundargerð því deilurnar áttu sér stað netinu. Nánar til tekið á Facebook.

BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi

Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Fermingarbörn söfnuðu átta milljónum

Rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 9. og 10. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Féð rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda.

Lögreglan fylgist með vændishúsum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur fylgst með fjórum húsum víðsvegar um borgina sem grunur leikur á að séu notuð undir vændisstarfssemi. Þetta kemur fram í DV í dag. Húsin eru í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Breiðholti og í Kópavogi. Að sögn blaðsins hafa ómerktir lögreglubílar sinnt eftirliti við húsin síðustu tvo mánuði og fylgst með gestakomum því kaup á vændi og milliganga um slík viðskipti eru bönnuð þótt sala vændis sé heimil samkvæmt lögum.

Ölvaður ökumaðir olli þriggja bíla árekstri

Litlu munaði að illa færi þegar ölvaður ökumaður fór yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut á milli Grænásvegar og Hafnavegar í gærkvöldi. Bíllinn rakst utan í tvo aðra sem voru að koma úr gagnstæðri átt og skemmdust allir bílarnir töluvert. Meiðsli á fólki voru hins vegar minniháttar.

Vill að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að ríkisvaldið eigi að styðja við fjölmiðla til að tryggja innviði þeirra og lýðræðislega umræðu. Slíkt sé alþekkt á Norðurlöndunum. Hún saknar ákvæðis þar um í frumvarpi um fjölmiðlalög sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu vikum.

Dómstólar sagðir að kafna í málafjölda

Héraðsdómur Reykjavíkur er að sligast undan miklum málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt á dómstólana eins og þeir séu botnlaus hít sem taki endalaust við,“ segir Helgi Jónsson, dómstjóri í Reykjavík.

Viljum gleðjast þótt tímar séu erfiðir

„Einmitt í svona árferði er ákveðið sjónarmið að horfa fram á veginn og láta skína í að það séu bjartari tímar fram undan," segir Þórður Snorri Óskarsson, aðjúnkt í vinnusálfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, spurður hvort fyrirtæki eigi að halda jólahlaðborð í kreppunni eða borga starfsmönnum frekar andvirði þess.

Rafmagnsmál leikskóla víða í ólestri

Raflögnum og rafbúnaði í leikskólum er víða ábótavant samkvæmt úttekt Brunamálastofnunar. Örn Sölvi Halldórsson, sérfræðingur á rafmagnsöryggissviði stofnunarinnar, segir alvarlegustu athugasemdirnar snúa að merkingum í rafmagnstöflum og biluðum tenglum á svæðum þar sem börn eru.

Frestur til að höfða riftunarmál lengdur

Slitastjórnir gömlu bankanna fá lengri frest en áður til að höfða mál til að fá óeðlilegum fjármálagjörningum rift, samkvæmt frumvarpi sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun. Slitastjórnirnar höfðu lýst áhyggjum af of skömmum fresti í bréfi til tveggja ráðuneyta. „Okkar mat var að það væri alveg rétt,“ segir Gylfi.

Sjá næstu 50 fréttir