Innlent

Arion banki tryggi að íbúðalán Skagamanna versni ekki

Bæjarstjórn Akraness segir að með lokun útibús Arion banka, áður Kaupþings, í bæjarfélaginu skerðist þjónusta bankans mjög og ekki sé boðlegt að vísa fólki til annarra byggðarlaga til þess að sækja daglega bankaþjónustu.

Því skorar bæjarstjórnin í ályktun sem samþykkt var í gær á stjórn Arion banka að sjá til þess og gefi út tilkynningu um að vaxtakjör íbúðalána viðskiptavina bankans á Akranesi versni ekki þrátt fyrir að þeir leiti viðskipta við önnur bankaútibúa á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×