Innlent

Ísland leysist upp og hverfur

Ísland Tilbúið til sjósetningar og varð skömmu siðar hafinu að bráð.
MYnd/Sigurður Sigurðarson
Ísland Tilbúið til sjósetningar og varð skömmu siðar hafinu að bráð. MYnd/Sigurður Sigurðarson

 „Var þarna verið að lýsa stöðu þjóðarinnar um þessar mundir? Ísland bundið í klafa skulda og efnahagurinn harð­frosinn,“ segir Sigurður Sigurðar­son, vefstjóri heimasíðu Skaga­strandar, um listaverk brasilísku listakonunnar Renötu Padovan.

Renata vinnur að list sinni í listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd. „Hún fékk starfsmenn tveggja fyrirtækja, Vélaverkstæðis Skagastrandar og Rafmagnsverkstæðisins Neistans til að útbúa mót með útlínum Íslands. Hún frysti vatnið og síðla dags í gær var hvítur klakinn, íslandið flutt niður í Vík og sjósett. Fjöldi manns var vitni að því er báran bláa, sem þó var frekar grá, tók á móti ísnum, slípaði hann til, lagfærði hann, gerði straumlínulagaðra, ef svo má að orði komast. Og svo hvarf hann, varð ósýnileg viðbót fyrir Atlants­hafið,“ lýsir Sigurður á skagastrond.is. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×