Innlent

Helgi Hjörvar næsti forseti

Helgi Hjörvar
Helgi Hjörvar

Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Stokkhólmi.

Þingið sitja alþingismennirnir Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Siv Friðleifsdóttir, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson auk nokkurra ráðherra.

Ísland fer með formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður næsti forseti þess íslenskur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður það að öllum líkindum Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann er nú formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Norðurlandaráðsþing verður haldið í Reykjavík að ári.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×