Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst 27. október 2009 21:27 Sveinn Andri Sveinsson. Mynd/GVA Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum. Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04
Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12