Mun ekki geta rökstutt handtökuna á meðan jörðin snýst 27. október 2009 21:27 Sveinn Andri Sveinsson. Mynd/GVA Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum. Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður konu sem handtekin var í tengslum við mansalsmálið svonefnda, segir lögreglustjórann á Suðurnesjum ekki á meðan jörðin snýst geta gefið neina raunhæfa skýringu á því af hverju konan var handtekin. Konan er eiginkona Íslendings sem situr í gæsluvarðhaldi vegna mansalsmálsins. Hún var einnig handtekin og haldið yfir nótt. Sveinn Andri fór fram á að lögreglustjórinn bæðist opinberlega afsökunar á handtökunni. Konan væri í miklu áfalli og ekki yrði við það unað hvaða meðferð hún fékk. Að hans sögn ruddust 30 lögreglumenn í skotheldum vestum inn á heimili hjónanna og að tvö börn þeirra hafi fylgst með. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún hafnaði alfarið gagnrýni Sveins Andra um að harkalega hafi verið staðið að handtöku konunnar. Eru lýsingar lögmannsins á handtökunni sagðar fjarri sannleikanum, vel hafi verið farið að konunni og börnum hennar og valdbeiting ekki notuð. Í aðgerðum sínum hafi lögreglan haft að leiðarljósi að ganga ekki harðar fram en þörf væri á. Eiginmaður konunnar hafi hins vegar sýnt æsing og dónaskap, en hún sjálf verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa þær upplýsingar sem óskað var eftir. Sveinn Andri gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingu Sigríðar. „Vegna þess að það er jafn erfitt fyrir mig að útskýra hvernig heimurinn varð til og fyrir lögreglustjórann að útskýra af hvaða ástæðum konan var handtekin. Sigríður getur ekki gefið neina raunhæfa skýringu á því og mun aldrei geta gefið. Konan var alls ekki ósamvinnufús eða neitt slíkt. Það var ekki nein ástæða fyrir handtökunni hvað þá að að halda henni yfir nótt. Þetta mun Sigríður aldrei á meðan jörðin snýst geta útskýrt." Sveinn Andri segir að málinu sé hvergi nærri lokið. Hann hyggst skila inn greinargerð til lögreglustjórans á morgun. „Ef það verður ekki fallist á þetta verð ég að höfða mál og krefjast skaðabóta fyrir hönd konunnar vegna ólögmætrar handtöku," segir Sveinn Andri að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04 Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Vilja að lögreglustjórinn biðjist afsökunar Farið verður fram á að lögreglustjórinn á Suðurnesjum biðjist opinberlega afsökunar á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Talið er að handtakan hafi verið algerlega ástæðulaus, en konan var í haldi yfir nótt. 27. október 2009 12:04
Lögreglustjóri vísar orðum Sveins Andra á bug Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hafnar alfarið atvikalýsingu Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns, á handtöku eiginkonu Íslendings sem er í haldi vegna mansalsmálsins, svonefnda. Lögreglustjórinn segir að konan hafi verið ósamvinnuþýð og neitað að gefa upplýsingar sem óskað var eftir. Því hafi verið ákveðið að handtaka hana og færa til yfirheyrslu. 27. október 2009 17:12
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent