Innlent

Líklegt talið að samningar haldi

Mynd/Pjetur

Enn var ekki komið í ljós hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði yrðu framlengdir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó töldu forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins það líklegra en hitt. Á ellefta tímanum biðu þeir eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og lokatexta yfirlýsingar stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann.

Viðræður þokuðust lítið áfram fram eftir degi í gær og svartsýni ríkti. Nokkur skriður komst á málið þegar stjórnvöld höfðu tekið tillit til nokkurra þeirra atriða sem staðið höfðu í vegi fyrir því að stöðugleikasátt og samningar lifðu kvöldið.- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×