Innlent

Húsin í Austurstræti: Innri endurskoðun rannsaki útboðið

Á fundi innkauparáðs Reykjavíkurborgar í gær var samþykkt að óska eftir því við innri endurskoðun borgarinnar að hún skoði stjórnarhætti og stjórnsýslu í tengslum við útboð á uppsteypu húsa við Austurstræti og Lækjargötu, en framkvæmd útboðsins hefur verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Samtök iðnaðarins hafa gert athugasemdir við framkvæmd útboðsins auk þess sem fyrirspurnir hafa verið lagðar fram í borgarráði um málið, en hætt var við fyrirhugað lokað útboð í tengslum við verkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×