Fleiri fréttir

Hvalfjarðargöng lokuð næstu nætur

Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhalds aðfaranótt miðvikudags 28.október, fimmtudags 29. október og föstudags 30. október frá miðnætti til klukkan sex að morgni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Innbrot í söluturn í Hafnarfirði

Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði um klukkan hálfþrjú í nótt. Ræningjarnir, sem voru þrír, forðuðu sér af vettvangi í bifreið en lögregla stöðvaði för þeirra skömmu síðar og handtók þá.

Niðurstöðu að vænta í dag

Alþýðusambandið (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) ræddu í gær um að segja sig frá stöðugleikasáttmálanum en framlengja engu að síður kjarasamninga sín á milli. Þetta staðfestir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en segir það aðeins eitt fjölmargra atriða sem eru til skoðunar. Þessi lausn sé ekki líklegri en hver önnur.

Rannsóknin á viðkvæmu stigi

Lögregla vann alla helgina að rannsókn meints mansalsmáls á Suðurnesjum. Um það bil tuttugu lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa það með höndum. Ekki eru veittar upplýsingar að svo stöddu en málið sagt á mjög viðkvæmu stigi. Á morgun rennur út gæsluvarðhald yfir sjö mönnum, sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsóknar málsins. Um tvo Íslendinga og fimm Litháa er að ræða. Rannsóknin snerist í fyrstu um meint mansal. Nú eru til rannsóknar fleiri brotaflokkar, þar á meðal peningaþvætti og ofbeldisbrot.

Mega byggja á umdeildri sjávarlóð

Bæjarstjórn Álftaness hafði ekki málefnalegar ástæður til að synja eigendum sjávarlóðarinnar á Miðskógum 8 um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.

Vill ekki láta útrýma villtu fé

Smölun á villtu fé sem hefst við í kringum fjallshrygginn Tálkna verður reynd í dag á vegum Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Landið er afar erfitt yfirferðar og hefur þurft að skjóta það fé sem ekki næst til. Deilt er um það hvort þetta er nauðsynlegt en samkvæmt dýraverndunarlögum er lausaganga sauðfjár ekki leyfileg yfir veturinn af mannúðarástæðum. Það fé sem tekst að smala verður fært til slátrunar.

Kosið verður aftur um stækkun í Straumsvík

Nægum fjölda undir­skrifta hefur verið safnað í Hafnar­firði til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan. Hún gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Fjórðungur bæjarbúa á kjörskrá þarf að krefjast atkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglum bæjarins og hefur athugun bæjarstarfsmanna á undirskriftalistanum, sem var fullkláraður í sumar, leitt í ljós að hann fullnægir öllum skilyrðum.

Bankafólk má skoða gögn um fjármál manna

Kveða þarf sérstaklega á um það í lögum ef viðskiptamenn fjármálafyrirtækja eiga að fá rétt til þess að vita hvaða starfsmenn fyrirtækjanna hafi skoðað upplýsingar um fjármál viðskiptamannanna. Þetta segir Persónuvernd í tilefni af fyrirspurn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Í ráðuneyti hans er unnið að breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki.

Sýklalyf virðast auka líkur á sýkingum

Landlæknisembættið hefur gefið út nýjar leiðbeiningar um meðferð við bráðri eyrnabólgu. Ástæðan er meðal annars ör fjölgun lyfjaónæmra baktería í heiminum en þar standa Íslendingar mjög illa að vígi. Sýklalyfjanotkun hér er allt að fjörutíu prósentum meiri en annar staðar á Norðurlöndunum.

Afþakkar þrjár milljónir á ári

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður og formaður Hreyfingarinnar, hefur afþakkað 260.000 króna álag ofan á þingfararkaup sitt. Þetta eru 3.120.000 krónur á ári.

Ríkið borgar auglýsingar á lambakjöti

„Við eigum í harðri samkeppni við aðrar kjöttegundir og höfum því miður ekki sömu möguleika og sauðfjárbændur á að kynna okkar kjöt því ríkið stendur oft undir kostnaði á auglýsingum og kynningu á lambakjöti.“

Ráðgjafahópur skoðar tillögur

Iðnaðarráðherra hefur falið ráðgjafahópi að fjalla um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og meta til hvaða aðgerða grípa þurfi til að bæta samkeppnisstöðu svæðisins á sviði atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði.

Líffæraígræðslur til Gautaborgar

Heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning um ígræðslu líffæra við Sahlgrenska-háskólasjúkrahúsið í Gautaborg. Þetta þýðir að líffæraígræðslur Íslendinga flytjast frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar um áramótin.

Styrkja verður sjóvarnir í Vík

„Nú er svo komið að mannvirki eru í beinni hættu á komandi vetri og því algjörlega nauðsynlegt að hefja framkvæmdir strax,“ segir í ályktun ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem krefst þess að sjóvörn við Vík verði sett í forgang.

Orkuskattur leggist ekki á nýfjárfestingu

Fyrirhugaðir orku-, umhverfis- og auðlindaskattar, sem samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eiga að skila ríkissjóði sextán milljörðum króna í tekjur á næsta ári, veikja samkeppnisstöðu Íslands og munu vega þungt í ákvörðunum útlendinga um fjárfestingar á Íslandi.

Með amfetamín í DVD-spilara

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa falið rúm fjörutíu grömm af amfetamíni í DVD-spilara, sem fangaverðir fundu við leit í fangaklefa á Litla-Hrauni.

Uppsagnir og lokanir deilda

„Þegar litið er til þess að spítalanum er gert að lækka rekstrarkostnað um sex prósent milli ára og að rekstrarhalli síðasta árs var þrjú prósent er ljóst að segja verður upp starfsfólki og loka deildum með tilheyrandi áhrifum á þá bráða- og grunnþjónustu sem spítalinn veitir sjúklingum á landsvísu.“

Hernaðarandstæðingar skora á ríkisstjórnina

Aðalfundur Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir breyttum áherslum í endurreisn alþjóðahagkerfisins. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að áherslur undanfarinna ára hafa leitt af sér aukna misskiptingu og óréttlæti, bæði innan þjóðfélaga og á milli heimshluta.

Verkefni sveitarfélaganna eru þjóðhagslega hagkvæm

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, segir að öll stærstu verkefni sveitarfélaganna eru þjóðhagslega hagkvæm. „Menntun, forvarnir, velferðar- og heilbrigðisþjónusta skilar sveitarfélögunum hraustari, hamingjusamari, afkastameiri og betur menntuðum íbúum, sem bæði leiðir af sér auknar skatttekjur og lægri útgjöld þegar til lengri tíma er litið,“ segir Sóley í pistli á heimasíðu sinni.

Jóhanna lýsti yfir vonbrigðum sínum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lýsti yfir vonbrigðum sínum á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í dag og gagnrýndi að lán Norðurlandanna til Íslands hefði verið tengd áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Telur verkalýðshreyfinguna hafa gert mistök

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, telur forystu verkalýðshreyfingarinnar hafa gert mikil mistök þegar ákveðið var að fresta launahækkunum í mars. Þá er hann afar ósáttur með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að gerð stöðugleikasáttmálans sem skrifað var undir í júní. „Hvað hefur komið út úr þessum stöðugleikasáttmála annað heldur en að launafólk hefur verið þvingað til að afsala sér sínum launahækkunum,“ sagði Vilhjálmur í Kastljósi í kvöld.

Fjórðungur barna vitni að ofbeldi gegn móður

Um fjórðungur barna er talinn hafa vitneskju um eða hefur orðið vitni að ofbeldi gegn móður, þar sem heimilisofbeldi á sér stað. Forstjóri Barnaverndarstofu segir upplifun barna geta verið jafn alvarleg og hafi þau orðið fyrir ofbeldinu sjálf.

Lögreglan leitar enn skemmdarvargsins í Úlfarsárdal

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn skemmdarvargsins sem ók um á beltagröfu á byggingarsvæði við Reynisvatnsás í Reykjavík um síðustu helgi. Ók hann meðal annars niður ljósastaura og olli gríðarlegum skemmdum á trjágróðri. Heildartjón liggur ekki fyrir en það gæti hlaupið á milljónum króna.

Mikil óvissa um stöðugleikasáttmálann

Mikil óvissa ríkir um framtíð stöðugleikasáttmálans og ekki útilokað að kjarasamningum verði sagt upp á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins eru óánægðir með svör ríkisstjórnarinnar eftir fundarhöld helgarinnar.

Undirritun Icesavesamninganna í samræmi við lög

Viðskiptaráðherra segir engan vafa á því að farið hafi verið að lögum og stjórnarskrá þegar Icesave samningarnir voru undirritaðir. Hópur lögfræðinga vill meina að framkvæmdavaldið hafi farið út fyrir umboð sitt og undirbýr stefnu á hendur íslenska ríkinu.

Ígræðsla líffæra flyst til Gautaborgar

Í dag var undirritaður samningur um ígræðslu líffæra við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg. Þetta þýðir að líffæraígræðslur Íslendinga flytjast frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar um áramótin. Gert er ráð fyrir að samningurinn verði um 18% ódýrari en samningurinn sem nú er í gildi.

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fyrr í dag um stöðugleikasáttmálann og verður fundarhöldum fram haldið í kvöld, að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur varaforseta ASI. Hún vill ekki tjá sig um gang viðræðnanna og segir að staðan muni skýrist næsta sólarhring.

Kveikt í búningsklefa í Arnarfirði

Í vikunni var tilkynnt um að búið væri að kveikja í skúr við sundlaugina í Reykjafirði/Arnarfirði og væri skúrinn brunninn til ösku.

Fimm þúsund börn lögð í einelti

Um fimm þúsund börn eru lögð í einelti í grunnskólum landsins á hverju ári samkvæmt tilkynningu frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra. Óttast er að eins og nú árar sé hætta á að þeim eigi enn eftir að fjölga sem verða fyrir barðinu á einelti.

Kærðir fyrir að stela vatni í heitu pottana

Í síðustu viku voru tveir sumarbústaðeigendur kærðir fyrir meintan þjófnað á heitu vatni með því að rjúfa innsigli á inntaksloka og hafa aukið rennsli inn í húsin samkvæmt lögreglunni á Selfossi.

Bilanir hjá Vodafone

Truflanir eru á GSM og 3G þjónustu Vodafone á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Truflanirnar má rekja til skemmda sem urðu á ljósleiðara við Geitháls í Reykjavík. Unnið er að viðgerð. Einnig eru truflanir á útsendingum útvarpsstöðva 365 á Akureyri. Truflanir eru á útsendingu Bylgjunnar og sjónvarpsútsendingum Digital Íslands á norðanverðu Snæfellsnesi af sömu ástæðu.

Barðastrandarræningjarnir dæmdir í fangelsi

Fjórir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni, þar sem ráðist var á úrsmið á Seltjarnarnesi á heimili hans og hann rændur. Málið vakti mikinn óhug en svipað mál hafði komið upp á Arnarnesi skömmu áður.

Hafa fengið yfirlýsingu stjórnvalda

Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið í hendurnar yfirlýsingu stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann, sem stjórnvöld lofuðu þeim eftir fund þeirra í gær. Ef að stöðugleikasáttmálinn heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir því að ASÍ og Samtök atvinnulífsins muni funda vegna málsins seinna í dag.

Sviptur ævilangt

Rúmlega fertugur karlmaður var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna í Héraðsdómi Vesturlands í dag. Maðurinn var stöðvaður í apríl síðastliðnum á Akrafjallsvegi. Hann var að auki með lítilræði af amfetamíni í sínum fórum.

Skattaáform ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd

Engin sátt er í augsýni í deilu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vegna stöðugleikasáttmálans. Skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnd en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur.

Áfram réttað yfir miðbaugsmaddömunni

Framhald aðalmeðferðar í máli Catalínu Ncoco og Finns Bergmannssonar fer fram eftir hádegi í dag. Catalina hefur verið ákærð fyrir mansal og að hafa haft tekjur af vændi kvenna auk þess að eiga þátt í fíkniefnainnflutningi. Þá hefur Finnur verið ákærður fyrir hlutdeild í brotunum.

Jóhanna og Steingrímur ekki á Saga Class

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru nú stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fleiri ráðherrar eru á þinginu og má þar nefna Árna Pál Árnason og Svandísi Svavarsdóttur. Athygli vakti að forsætis- og fjármálaráðherra ferðuðust ekki á Saga Class á leiðinni út.

Vilja hugmyndir stúdenta um niðurskurð

„Á næsta miðvikudag munum við setja upp kassa í öllum byggingum háskólans þar sem fólk getur komið með hugmyndir að niðurskurði,“ segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands en fyrir liggur að talsverður niðurskurður muni bitna á háskólanum. Kassarnir verða settir upp í tilefni þess að á miðvikudaginn verður fjármáladagurinn haldinn hátíðlegur í skólanum.

McDonalds hættir á Íslandi

Skyndibitakeðjan McDonalds er að hætta á Íslandi samkvæmt tilkynningu frá Lyst efh. Ástæðan er sú að Lyst ehf., þarf að kaupa aðföng erlendis vegna sérstakra staðla Macdonalds. Í staðinn mun skynbitastaðurinn Metro taka við af McDonalds og má þar finna íslenska hamborgara með íslensku hráefni.

AGS: Ísland enn ekki komið á dagskrá

Edurskoðun áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er enn ekki komin á dagskrá framkvæmdastjórnar sem reglulega er uppfærð á heimasíðu sjóðsins. Í síðustu viku lýstu stjórnvöld og forsvarsmenn sjóðsins því yfir að fyrsta endurskoðun áætlunarinnar, sem hefur tafist í marga mánuði vegna Icesave deilunnar, yrði að öllum líkindum tekin fyrir í framkvæmdastjórn AGS á miðvikudaginn kemur, þann 28. október.

Sjá næstu 50 fréttir