Innlent

Ráðgjafahópur skoðar tillögur

Guðni A. Jóhannesson
Guðni A. Jóhannesson

Iðnaðarráðherra hefur falið ráðgjafahópi að fjalla um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og meta til hvaða aðgerða grípa þurfi til að bæta samkeppnisstöðu svæðisins á sviði atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði.

Við mat á raforkuöryggi skal hópurinn fara yfir fyrirliggjandi tillögur Landsnets.

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum sem skila á greinargerð fyrir áramót. Í honum sitja líka Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði, og Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×