Barðastrandarræningjarnir dæmdir í fangelsi 26. október 2009 14:25 Þrír mannanna við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fjórir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni, þar sem ráðist var á úrsmið á Seltjarnarnesi á heimili hans og hann rændur. Málið vakti mikinn óhug en svipað mál hafði komið upp á Arnarnesi skömmu áður. Fjórir voru ákærðir í málinu. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn var ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði fyrir skipulagningu ránsins. Viktor Már Axelsson hlaut þyngsta dóminn eða tveggja ára óskilorðsbundinn dóm. Jóhann Kristinn Jóhannsson hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Marvin Kjarval Michelsen hlaut 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm og Axel Karl Gíslason sem skipulagði ránið hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm. Barðastrandarmálið er annað af tveimur málum sem komu upp með skömmu millibili fyrr á þessu ári sem áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili og ráðist á húsráðendur og þeir rændir. Bæði málin vöktu athygli og óhug þegar þau komu upp enda nánast án fordæma hér á landi. Annað ránið var framið á Arnarnesi en dæmt var í því í júlí. Höfuðpaurarnir fengu tveggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Við aðalmeðferð málsins kom úrsmiðurinn á Barðaströnd fyrir rétt og lýsti upplifun sinni af ráninu. Hann sagði m.a. frá því hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi hann í andlitið. Hann var þvínæst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði spreyjaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá á gólfinu með hendur bundar fyrir aftan bak. Á meðan fór annar þjófurinn um húsið í leit að sjaldgæfum og verðmætum úrum sem úrsmiðurinn hefur safnað í gegn um árin. Svo virðist sem þjófarnir hafi vitað af þessum verðmætum því þeir höfðu fátt annað á brott með sér. Alls tók ránið einhverjar 15 mínútur en þá höfðu þjófarnir sig á brott en skildu úrsmiðinn eftir bundinn. Hann náði á endanum að losa sig og hringja á hjálp. Tengdar fréttir Barðastrandaárás: Ræningjar í vikulangt gæsluvarðhald Piltarnir sem brutust inn i einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudaginn og réðust á húsráðanda sem þar býr, voru nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 3. júní. 27. maí 2009 18:18 Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30 Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Vðbrögð fjarskiptamiðstöðvar vegna Barðastrandaránsins skoðuð Farið hefur verið yfir viðbrögð fjarskipamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna útkalls að Barðaströnd á Seltjarnarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Útkallið barst vegna innbrots og árásar á úrsmið sem þar býr. 27. maí 2009 17:10 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. 6. október 2009 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjórir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni, þar sem ráðist var á úrsmið á Seltjarnarnesi á heimili hans og hann rændur. Málið vakti mikinn óhug en svipað mál hafði komið upp á Arnarnesi skömmu áður. Fjórir voru ákærðir í málinu. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn var ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði fyrir skipulagningu ránsins. Viktor Már Axelsson hlaut þyngsta dóminn eða tveggja ára óskilorðsbundinn dóm. Jóhann Kristinn Jóhannsson hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Marvin Kjarval Michelsen hlaut 12 mánaða óskilorðsbundinn dóm og Axel Karl Gíslason sem skipulagði ránið hlaut 20 mánaða óskilorðsbundinn dóm. Barðastrandarmálið er annað af tveimur málum sem komu upp með skömmu millibili fyrr á þessu ári sem áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili og ráðist á húsráðendur og þeir rændir. Bæði málin vöktu athygli og óhug þegar þau komu upp enda nánast án fordæma hér á landi. Annað ránið var framið á Arnarnesi en dæmt var í því í júlí. Höfuðpaurarnir fengu tveggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Við aðalmeðferð málsins kom úrsmiðurinn á Barðaströnd fyrir rétt og lýsti upplifun sinni af ráninu. Hann sagði m.a. frá því hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi hann í andlitið. Hann var þvínæst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði spreyjaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá á gólfinu með hendur bundar fyrir aftan bak. Á meðan fór annar þjófurinn um húsið í leit að sjaldgæfum og verðmætum úrum sem úrsmiðurinn hefur safnað í gegn um árin. Svo virðist sem þjófarnir hafi vitað af þessum verðmætum því þeir höfðu fátt annað á brott með sér. Alls tók ránið einhverjar 15 mínútur en þá höfðu þjófarnir sig á brott en skildu úrsmiðinn eftir bundinn. Hann náði á endanum að losa sig og hringja á hjálp.
Tengdar fréttir Barðastrandaárás: Ræningjar í vikulangt gæsluvarðhald Piltarnir sem brutust inn i einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudaginn og réðust á húsráðanda sem þar býr, voru nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 3. júní. 27. maí 2009 18:18 Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30 Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39 Vðbrögð fjarskiptamiðstöðvar vegna Barðastrandaránsins skoðuð Farið hefur verið yfir viðbrögð fjarskipamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna útkalls að Barðaströnd á Seltjarnarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Útkallið barst vegna innbrots og árásar á úrsmið sem þar býr. 27. maí 2009 17:10 Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30 Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. 6. október 2009 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Barðastrandaárás: Ræningjar í vikulangt gæsluvarðhald Piltarnir sem brutust inn i einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudaginn og réðust á húsráðanda sem þar býr, voru nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðahald til 3. júní. 27. maí 2009 18:18
Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf „Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd. 20. ágúst 2009 14:30
Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd þann 25. maí síðastliðinn. 20. ágúst 2009 09:39
Vðbrögð fjarskiptamiðstöðvar vegna Barðastrandaránsins skoðuð Farið hefur verið yfir viðbrögð fjarskipamiðstöðvar ríkislögreglustjóra vegna útkalls að Barðaströnd á Seltjarnarnesi síðastliðið mánudagskvöld. Útkallið barst vegna innbrots og árásar á úrsmið sem þar býr. 27. maí 2009 17:10
Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum. 20. ágúst 2009 10:30
Einn Barðastrandarræningjanna finnst ekki Marvin Michelsen, einn þeirra sem grunaður er um aðild að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi í vor, fer huldu höfði. Aðalmeðferð í máli fjórmenninganna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marvin mætti ekki fyrir dóm. Það gerði hann heldur ekki þegar málið var þingfest í haust. 6. október 2009 11:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði