Innlent

Barðastrandarfórnarlamb: Ránið situr ennþá í mér

Fjórir ungir menn voru í dag dæmdir fyrir að ræna Garðar Ólafsson úrsmið á heimili hans á Seltjarnarnesi. Garðar segist sáttur við málalok og vonar að ræningjarnir hafi lært af reynslunni.

Tveir mannanna sem dæmdir voru í dag brutust inn til Garðars þar sem annar réðst á hann og batt hann á höndum og fótum á meðan hinn fór um heimilið í leit að verðmætum. Þeir voru á höttunum eftir verðmætu safni úra sem Garðar hefur safnað í gegn um tíðina og geymdi heima hjá sér.

Tvímenningarnar fengu tveggja og 12 mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn sem beið eftir félögum sínum út í bíl og ók þeim svo á brott eftir ránið fékk þrjá mánuði en sá fjórði, sem gefið var að sök að hafa fengið hina þrjá í ránið fékk 20 mánuði.

Garðar Ólafsson sagði við fréttastofu í dag að sér væri létt nú þegar málinu sé lokið. Hann vonast til að strákarnir fjórir sem rændu hann hafi lært eitthvað af þessu öllu saman. Þeir þurfa að greiða honum 800 þúsund krónur í miskabætur. Garðar segir þær skipta litlu máli miðað við það sem hann þurfti að ganga í gegn um. „Það situr ennþá í mér," segir hann.




Tengdar fréttir

Réttað í Barðastrandarráni

Aðalmeðferð hófst í svokölluðu Barðastrandarmáli nú í morgun en þá fóru tveir ungir menn inn á heimili fullorðins úrsmiðs á Seltjarnarnesi, bundu hann og rændu sjaldgæfum og verðmætum vasaúrum.

Barðastrandaránið: Þriðja manninum sleppt

Þriðja manninum sem handtekinn var í tengslum við hrottalegt rán á Seltjarnarnesi í vikunni hefur verið sleppt. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu átti maðurinn ekki beinan þátt í ráninu sjálfu en lögregla taldi hann búa yfir vitneskju sem þá vantaði. Eftir að maðurinn hafði veitt þær upplýsingar var honum sleppt. Hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við ránið hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3.júní.

Barðastrandaránið: „Ég er bara heppinn að lifa þetta af“

„Mér heilsast bara vel," segir úrsmiðurinn á Seltjarnarnesinu sem lenti í óhugnanlegri árás þegar tveir menn um tvítug brutust inn á úraverkstæði mannsins á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn, svo límdu þeir á honum hendur og fætur. Að lokum fóru þeir ránshendi um úraverkstæðið sem er á heimili hans.

Barðastrandarræningjarnir dæmdir í fangelsi

Fjórir piltar voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir aðild sína að hinu svokallaða Barðastrandarráni, þar sem ráðist var á úrsmið á Seltjarnarnesi á heimili hans og hann rændur. Málið vakti mikinn óhug en svipað mál hafði komið upp á Arnarnesi skömmu áður.

Barðastrandarræningi vill hefja nýtt líf

„Þetta er náttúrulega hræðilegt dæmi. Ég hef séð rosalega eftir þessu síðan," segir Marvin Kjarval M., einn þeirra sem ákærður er fyrir ránið á Barðaströnd.

Barðastrandaránið: Bæjarstjóra mjög brugðið

„Mér er náttúrlega bara mjög brugðið við þessar fregnir. Þetta er bara skelfilegur atburður. Og það vill svo til að ég þekki þann sem að fyrir þessu varð mjg vel þannig að ég sendi honum auðvitað mínar bestu kveðjurm," segir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Barðastrandaránið: Tveir handteknir - þriðja mannsins leitað

Tveir karlmenn um tvítugt eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir hafa játað aðild sína að innbroti á á Seltjarnarnesi í gærkvöld þar sem karlmanni á áttræðisaldri voru veittir áverkar. Þriðja mannsins er leitað.

Barðastrandaránið: Þriðji maðurinn handtekinn - þýfið fundið

Karlmaður fæddur 1989 var handtekinn síðdegis í dag grunaður um aðild að innbroti á Seltjarnarnesi á mánudagskvöldið þar sem karlmanni á áttræðisaldri voru veittir áverkar. Jafnframt lagði lögregla hald á þýfi úr ráninu í dag. Þetta sagði Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Mannræningi mætti með mömmu í héraðsdóm

Yngsti mannræningi Íslands, Axel Karl Gíslason, hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja Barðastrandaránið. Hann braust ekki sjálfur inn heldur gerði hann þá Viktor Má Axelsson og Marvin Kjarval M. út af örkinni.

Barðastrandarfórnalamb: Barnabörnin þora ekki í heimsókn

"Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans.

Barðastrandarræningi meinaði sjö ára börnum för

Einn af Barðastrandaræningjunum var handtekinn á laugardagskvöldið eftir að hafa gengið í skrokk á sautján ára pilti upp í Breiðholti. Atvikið átti sér stað um kvöldið en pilturinn hafði farið að vitja systkina sinna. Í ljós kom að Barðastrandaræninginn, auk félaga sem var með honum, höfðu meinað börnunum, sem eru um sjö ára aldur, að komast heim til sín.

Yngsti mannræningi á Íslandi ákærður í Barðastrandarmálinu

Axel Karl Gíslason, einn þeirra sem ákærður er fyrir innbrotið og frelsissviptinguna á Barðaströnd 25. maí síðastliðinn, á að baki tveggja ára fangelsisdóm fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnarnesi árið 2005. Axel, sem var á skilorði á þeim tíma, neyddi starfsmanninn með hótunum ofan í skott á bíl og var svo ekið á brott. Bíllinn var stöðvaður við hraðbanka þar sem starfsmaðurinn var neyddur til að taka 30 þúsund krónur út úr hraðbanka, sem voru svo hirtar af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×