Innlent

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Frá fundinum í dag. Ingibjörg, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ.
Frá fundinum í dag. Ingibjörg, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ.

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fyrr í dag um stöðugleikasáttmálann og verður fundarhöldum fram haldið í kvöld, að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur varaforseta ASI. Hún vill ekki tjá sig um gang viðræðnanna og segir að staðan muni skýrist næsta sólarhring.

Ef að stöðugleikasáttmálinn sem var undirritaður 25. júní heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði.

Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum sveitarfélaganna tvisvar um helgina. Lítillar bjartsýnni gætti í máli forystumanna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands eftir fund í gær.

Aðilar vinnumarkaðarins telja að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hluta stöðugleikasáttmálans. Benda þeir meðal annars á að stýrivextir eru ekki komnir niður í eins stafs tölu og þá hafi ýmsar stóriðjuframkvæmdir tafist. Einnig hafa boðaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar verið gagnrýndar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×