Innlent

Áfram réttað yfir miðbaugsmaddömunni

Catalínu Ncoco.
Catalínu Ncoco.

Framhald aðalmeðferðar í máli Catalínu Ncoco og Finns Bergmannssonar fer fram eftir hádegi í dag. Catalina hefur verið ákærð fyrir mansal og að hafa haft tekjur af vændi kvenna auk þess að eiga þátt í fíkniefnainnflutningi. Þá hefur Finnur verið ákærður fyrir hlutdeild í brotunum.

Um það bil 10 vitni hafa komið fram í réttarhaldinu. Þinghaldið er lokað en meðal þeirra sem hafa borið vitni eru vændiskonur sem voru í húsnæði á Hverfisgötunni og Catalina á að hafa leigt.

Bæði Catalina og Finnur hafa neitað sök í málinu. Þrjú vitni eiga eftir að koma fram svo lýkur þinghaldinu. Þá munu dómarar ráða ráðum sínum þar til dómur fellur í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×